Möguleikar á nýtingu bogkrabba

Daníel H. Eðvarðsson Fjeldsted
Daníel H. Eðvarðsson Fjeldsted

Dagana 26. - 29. maí fara fram varnir lokaverkefna hjá útskriftarnemum í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Kynningarnar fara fram í aðalbyggingu Keilis og eru öllum opnar nema annað sé tekið fram.

  • Heiti verkefnis: Möguleikar á nýtingu bogkrabba (Carcinus maenas) við Ísland?
  • Nemandi: Daníel H. Eðvarðsson Fjeldsted
  • Tímasetning: Miðvikudagur 27. maí, kl. 9:15

Lýsing: Bogkrabbi (Carcinus maenas) lifir í fjörum og á litlu dýpi. Hann er upprunaleg tegund hér við land, sem og í Evrópu og norður Afríku. Á undanförnum áratugum hefur útbreiðsla bogkrabbans verið mikill, hann má finna í einhverju magni í öllum heimsáfum í dag að Suðurheimsskautinu undanskildu. Í Portúgal og á Spáni þykir svo kallaður mjúkkrabbi lostæti, þá er bogkrabbinn eldaður þegar hann hefur ný losað sig við gömlu skelina og ný skel hefur enn ekki myndast.

Mikil aukning hefur verið á undanförnum árum á rannsóknum á sjávardýrum með það í huga að nýta úr þeim lífræn efni t.d. í lyf. Í þessu samhengi má nefna rannsókn sem gerð var á kræklingum (Mytilus edulis), niðurstöður þeirrar rannsóknar sýndu að peptíð úr kræklingnum hefðu hamlandi áhrif á vöxt ákveðinna krabbameinsæxla. Einnig hafa rannsóknir sýnt að peptíð úr grjótkrabba (Cancer irroratus) og bogkrabba hafa hamlandi áhrif á vöxt ákveðinna baktería (Micrococcus luteus og Psychrobacter immobilis). Það er mat höfundar að vert sé að skoða nánar þann möguleika að nýta bogkrabba hér við land. Fátt bendir til annars en að nóg sé af honum hér við land og sá möguleiki sé til staðar að nýta bogkrabbann til að skapa af honum verðmæti í framtíðinni.


Tengt efni