Mekano á Karolina Fund

Sigurður Örn er framkvæmdastjóri Mekano
Sigurður Örn er framkvæmdastjóri Mekano

Sigurður Örn Hreindal, mekatróník hátæknifræðingur frá Háskóla Íslands og Keili, hefur sett af stað söfnun á Karolina Fund fyrir vörur frumkvöðlafyrirtækisins Mekano. Fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi á nýja gerð fjöltengja sem er ætlað að leysa ýmis vandamál nútíma rafmagnsfjöltengja. Þá eru einingar fyrir Evrópu og USB smáraftæki væntanlegar á markað í sumar.

Mekano er framsækið frumkvöðlafyrirtæki með stór framtíðaráform. Hugmyndin að samansettu fjöltengi varð til í ársbyrjun 2015 og voru fyrstu skissur gerðar þá. Fyrirtækið fékk stuttu seinna nafnið Mekano og var fyrirtækið formlega stofnað 11 febrúar 2015. Síðar á árinu hlaut Mekano titilinn besti nýliðinn í sprotafyrirtækjum á Íslandi á vegum Nordic Startup Awards. Sama ár hlaut Mekano styrk frá Tækniþróunarsjóði og Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.

Kynningarmyndband Mekano fyrir Karolina Fund


Tengt efni