Makrílveiðibúnaður fyrir handfærabáta

Arinbjörn Þór Kristinsson
Arinbjörn Þór Kristinsson

Dagana 26. - 29. maí fara fram varnir lokaverkefna hjá útskriftarnemum í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Kynningarnar fara fram í aðalbyggingu Keilis og eru öllum opnar nema annað sé tekið fram.

  • Heiti verkefnis: Makrílveiðibúnaður fyrir handfærabáta.
  • Nemandi: Arinbjörn Þór Kristinsson.
  • Dagsetning: Þriðjudaginn 26. maí kl. 9:15.
  • Staðsetning: Stofa A1.

Lýsing: Í þessu verkefni er farið í gegnum þróun á nýjum tilraunaveiðibúnaði sem er í eigu Guðjóns Ólafssonar útgerðamanns og er til veiða á makríl á smábátum. Búnaðurinn er keyptur af fyrirtækinu Slippurinn Akureyri ehf. Hnökrar hafa verið í búnaðinum sem síðastliðin tvö ár hefur verið reynt að finna lausnir á án fullnægjandi árangurs. Slippurinn dró sig útúr verkefninu áður en skýrsluhöfundur tók verkefnið að sér. Sá búnaður sem er í boði í dag fyrir makrílveiðar smábáta er bæði stór og fyrirferðamikill og hentar þar af leiðandi illa smábátum auk þess sem bæði afkastageta hans og áreiðanleiki er ekki ásættanleg.

Tilraunaútfærslan frá Slippnum er mun fyrirferðaminni, öruggari og afkastameiri en hefðbundinn veiðibúnaður en áreiðanleiki hans er ófullnægjandi. Markmiðið var að finna hagkvæmustu en jafnframt skilvirkustu lausn á vandamálum tilraunaveiðibúnaðarins. Nýr stjórn og drifbúnaður var hannaður, smíðaður og komið fyrir á búnaðinn í stað þess eldri og hann prófaður. Við prófun búnaðarins kom í ljós að breytingarnar sem gerðar voru skiluðu þeim árangri sem sóst var eftir.


Tengt efni