Sáldurrör sem takmarkar útfellingu á jarðhitavökva

Karl Guðni Garðarsson
Karl Guðni Garðarsson

Karl Guðni Garðarsson er fæddur árið 1982 og stundar nám í orku- og umhverfistæknifræði. Lokaverkefni Karls Guðna gengur út á hönnun á sáldurröri sem takmarkar útfellingu á jarðhitavökva. Draumastarf Karls Guðna er að framleiða raforku fyrir fólk sem hefur ekki aðgengi að rafmangi fyrir.​

Vörn á lokaverkefni Karls Guðna verður haldin í aðalbyggingu Keilis föstudaginn 19. september kl. 12:30.

Orku- og umhverfistæknifræði Keilis og Háskóla Íslands

Námið í Orku- og umhverfistæknifræði hjá Keili er þverfaglegt háskólanám og snýst um orku og umhverfisþætti. Aðal áhersla námsins er jarðvarmaorka og, í tengslum við hana, að nemendur öðlist skilning á þeim tæknilegu atriðum sem tengjast því sem gerist bæði neðan sem og ofan yfirborðs jarðar. Beislun annarrar grænnar og endurnýjanlegrar orku eins og sólar-, vind-, sjávar- og efnaorku verður einnig viðfangsefni námsins.

Orkugeirinn hefur verið í miklum vexti undanfarin ár, og gera má ráð fyrir að mikil tækifæri verði í þeim geira á næstu árum. Vaxandi þörf hefur verið fyrir tæknimenntað starfsfólk til starfa við undirbúning og mat verkefna, hönnun, framkvæmdir, eftirlit, rekstur og viðhald. Í þessi störf hentar starfsfólk með þverfaglegan bakgrunn í orkufræðum, jarðvísindum ásamt vél-, rafeinda- og hugbúnaði. Tengt efni