Lokaverkefni um hönnun og prófun á rafstýrikerfi

Guðmundur Arnar Grétarsson
Guðmundur Arnar Grétarsson

Guðmundur Arnar Grétarsson er fæddur árið 1981 og leggur stund á BSc nám í mekatróník hátæknifræði. Þessa dagana er hann að vinna að lokaverkefni sínu sem er um hönnun, prófun og forritun á rafstýrikerfi fyrir færiband.

Guðmundur Arnar er með sveinspróf í pípulögnum og draumastarfið hans felst í því að hanna, smíða og setja upp sjálfvirkar vélar með skynjum og stýribúnaði.

Vörnin á lokaverkefni Guðmundar er 5. júní kl 13:35.

Mekatróník hátæknifræðinám Keilis og Háskóla Íslands

Námið í mekatróník hátæknifræði er þverfaglegt háskólanám þar sem veittur er sterkur grunnur í aðferðum sem nýta bæði rafeinda- og hugbúnað til að stjórna vélbúnaði. Nemendur læra meðal annars að hanna mekatrónísk kerfi, mæla og vinna úr mælingum til þess að stjórna vélbúnaði auk þess að læra nóga rafeindatækni til að geta búið til búnað til að mæla og vinna úr mælingum. 

Námið nýtist öllum sem vilja vinna við raf- og rafeindastýrðan vélbúnað, hvort sem er í orku-, framleiðslu- eða öðrum iðnaði. Undanfarin ár hefur verið vaxandi þörf fyrir tæknimenntað starfsfólk sem getur bæði hannað og viðhaldið vélbúnaði búnum rafeinda- og hugbúnaðarstýringum. Sem dæmi um slíkan búnað má nefna vélknúin farartæki (bílar, mótorhjól, flugvélar og skip), vélbúnað í framleiðslufyrirtækjum (þjarkar, flokkarar, vogir), búnað í heilbrigðisgeiranum (röntgenvélar, ómunartæki, hjartalínurit, gangráðar, svefnmælingar), neytendavörur (myndavélar, þvottavélar, geisladiskaspilarar og harðir diskar), gervilimi (hné og fætur) og margt fleira.


Tengt efni