Leiðréttingarhlíf fyrir hnélið sem reiðir sig á skynjara

Jónas Pétur Ólason
Jónas Pétur Ólason

Dagana 26. - 29. maí fara fram varnir lokaverkefna hjá útskriftarnemum í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Kynningarnar fara fram í aðalbyggingu Keilis og eru öllum opnar nema annað sé tekið fram.

  • Heiti verkefnis: Black box - Leiðréttingarhlíf fyrir hnélið sem reiðir sig á skynjara
  • Nemandi: Jónas Pétur Ólason
  • Tímasetning: Miðvikudagur 27. maí, kl. 13:00

Lýsing: Rétt líkamsbeiting er grundvallaratriði er kemur að langtíma heilsu. Í flestum tilvikum er röng líkamsbeiting, til skamms eða langtíma, orsök slitgigtar og annarra stoðverkja. Röng líkamsbeiting er yfirleitt ekki greind fyrr en meiðsl eru farin að gera vart við sig, í mörgum tilfellum of seint. Slæm heilsa getur heft lífsgæði fólks verulega. Þegar kemur að meiðslum og verkjum í hnéliðum benda sérfræðingar fólki á ýmsar lausnir svo sem göngugreiningu, skurðaðgerðir og notkun á spelkum eða hlífum. Engin gagnvirk lausn er í boði eins og er, en með gagnvirkni er átt við búnað sem upplýsir notanda um hreyfingar hans.

Í þessari ritgerð sýni ég fram á hlíf eða spelku sem gengur úr skugga um rétta líkamsbeitingu, gerir notanda viðvart um ranga líkamsbeitingu í rauntíma. Verkefnið snýr að hönnun á hnéhlíf sem greinir stöðu á hnélið í þriggja ása plani. Frumgerð var hönnuð og smíðuð. Notast var við hreyfisskynjara, örtölvu og reiknirit. Útbúið var notendaviðmót með grunn-upplýsingum sem og aðferð við endurgjöf til notenda þegar um frávik var að ræða. Afrakstur verkefnisins er nothæf frumgerð af skynjarahlíf. Sýnt er fram á niðurstöður úr prófunum í þessu verkefni sem styðja frekari rannsóknir á búnaði af þessu tagi, sem og ýmsa möguleika á áframhaldandi þróun á búnaðinum.


Tengt efni