Kynningar á verkefnum tæknifræðinema Keilis

Lokaverkefni Karls Guðna
Lokaverkefni Karls Guðna

STFÍ - Félag stjórnenda og sjálfstætt starfandi í TFÍ  stóð fyrir hádegisfundi fimmtudaginn 16. október um tvö verkefni: „Nálavindivél fyrir netagerðafyrirtæki“ og „Sáldurrör sem takmarkar útfellingu á jarðhitavökva.“ 

Á fundinum héldu nýútskrifaðir tæknifræðingar frá Háskóla Íslands og Keili, þeir Sigurður Örn Hreindal og Karl Guðni Garðarsson fyrirlestra um lokaverkefni sín.  

Fyrirlestur Sigurðar fjallar um hönnun hans á nálavindivél fyrir fyrirtæki sem vinna við netagerð og netaviðgerðir. Nálavindivél er sjálfvirkur búnaður sem kemur í stað starfsmanns við vafningar á garni á þar til gerðum nálum sem notaðar eru við gerð fiskveiðineta. 

Fyrirlestur Karls fjallar um tilraunir hans til að sýna fram á að grenjandi grenndarlag getur myndast þegar vatn flæðir í gegnum sáldurplötu og inn í lögn sem flytur vatn. Karl smíðaði tilraunabúnað sem líkir eftir rennsli í tveimur lögnum. 

Hér má sjá upptökur af fyrirlestrum þeirra Karls Guðna og Sigurðar og hefst fyrirlestur Karls Guðna á sjöundu mínútu. 

Nú er opið er fyrir umsóknir í tæknifræðinám Keilis.


Tengt efni