Kynningar á verkefnum tæknifræðinema

Föstudaginn 22. ágúst, mánudaginn 25. ágúst og þriðjudaginn 26. ágúst verða kynningar á verkefnum nemenda á öðru og þriðja ári í tæknifræðinámi Keilis og Háskóla Íslands. Kynningarnar fara fram í stofu A1 í aðalbyggingu Keilis og eru opnar öllum.

Kynningar föstudaginn 22. ágúst

Kl. 11:00 - Vefsíðugerð og forritun á vindmyllunni Kára
Gunnar Páll Halldórsson, Bessi þór Atlason, Jón Ingi Björnsson (3. árs nemendur)
Vindmyllan og veðurstöðin Kári safnar miklu magni gagna, bæði veðurfarslegum og úr raforkubúskap kerfisins. Nú eru þessar upplýsingar sóttar reglulega og geymdar í gagnaskrám á textaformi. Verkefnið gengur út á að rauntímaupplýsingar verði sýnilegar á vefsíðu og ef til vill á upplýsingaskjá í anddyri Keilis, en verkefnið afmarkast við að lesa gögn úr CSV skrá og birta þau myndrænt í nokkurs konar stjórnborði (e. dashboard), sem væri þá nothæft á upplýsingaskjá í anddyri Keilis.

Kl. 12:00 - Kæling rafbúnaðar
Birgir Örn Tómasson, Högni Arnarson, Ingólfur Magnússon, Jón Bjarki Stefánsson (2. árs nemendur)
Samanburður á mismunandi aðferðum við kælingu á rafmagnsbúnaði í brúkrana í kerskála álverksmiðju Alcoa á Reyðarfirði. Umhverfið er erfitt og ýmsar hefðbundnar aðferðir við kælingu á rafmagnsbúnaðinum henta ekki.

Kl. 13:30 - Fjarviktun
Artur Matusiek, Sverrir Hjálmarsson, Arinbjörn Kristinsson (3. árs nemendur)
Verkefnið gengur út á að kortleggja væntingar stjórnenda Sandgerðis- og Grindavíkurhafna til þess sem þau nefna "fjarviktun". Þegar það liggur fyrir verður athugað hvort verkefnið stenst hagkvæmnismat (feasability study), m.a. hvort fjarviktun sé möguleg með tilliti til reglugerða og laga um fiskveiðistjórnun. Ef niðurstöður reynast jákvæðar verður í framhaldi unnið að hönnun búnaðarins.

Kl. 14:30 - Autocad verkefni
Atli Már Jónsson (2. árs nemendur)
Einstaklingsverkefni, nemandi þjálfar sig í notkun teikniforrits með raunverulegu viðfangsefni.

Kynningar mánudaginn 25. ágúst

Kl. 09:15 - Aukin sjálfvirkni í skelfiskvinnslu
Jóhann T Hafsteinsson, Thomas Edwards, Guðmundur Þórhallsson, Heimir Sigurðsson (3. árs nemendur)
Vélvæðing á viktunar- og pökkunarferli í skelfiskvinnslu Blámars.

Kl. 10:00 - Betri nýting á afgangsafurðum Blámars
Daníel Fjeldsted, Óli Ragnar Alexandersson, Sigurður Bjarnason, Agnar Jónsson, Valgeir Páll Björnsson (3. árs nemendur)
Könnun á möguleika þess að nýta skeljar sem falla til og eru í núverandi vinnslu skelfiskvinnslu Blámars flokkaðar sem skemmdar afurðir.

Kl. 11:15 - Undirlag fyrir hjólastóla
Jóhann Sædal Svavarsson, Kristján G Birgisson, Ingjaldur, Bogi Jónsson (3. árs nemendur)
Nemendur hanna undirlag fyrir hjólastóla sem gerir fötluðum auðveldara að komast yfir hindranir sem verða á vegi þeirra, svo sem þröskulda. Framhaldsverkefni frá fyrri áfanga.

Kl. 11:45 - Biogas
Grétar Þór, Jónas Þór Þórisson, Hafliði Ásgeirsson, Xabier Þór Tejero Landa (3. árs nemendur)
Útfærsla á tilraunabúnaði til framleiðslu á Biogasi. Um er að ræða búnað sem er fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Framhaldsverkefni frá fyrri áfanga.

Kl. 13:00 - Scada vélmenni
Karl D Lúðvíksson, Jónas Ólason, Eiríkur Sigurðsson, Leó Páll Hrafnsson (3. árs nemendur)
Hönnun á búnaði fyrir vinnslulínu sem hefur það hlutverk að færa hluti mill staða í framléiðslulínu. Vélmennið greinir staðsetningu hlutar og getur gripið hann.

Kl. 13:45 - Waste Energy
Einar Óskar Friðfinnsson, Adam Crompton, Skarphéðinn Þór Gunnsrsson, Sara Lind Einarsdóttir (3. árs nemendur)
Könnun á leiðum til að endurvinna afgangsorku frá sorpeyðingarstöð og finna leiðir til að nýta hana.

Kynningar þriðjudaginn 26. ágúst

Kl. 11:00 - Autocad einstaklingsverkefni
Jón Þór Guðbjörnsson, Sigurður Þ Guðmundsson (2. árs nemendur)
Einstaklingsverkefni, nemandi þjálfar sig í notkun teikniforrits með raunverulegu viðfangsefni.

Kl. 13:15 - Rökrásir og skynjarar
Jakob Myrkvi Garðarsson, Stefán Þór Stefánsson, Heimir Sigurgeirsson, Helgi Valur Gunnarsson (2. árs nemendur)
Nemendur hanna og smíða þjófavarnarkerfi og útfæra samskipti við ýmsar gerðir skynjara.

Kl. 14:00 - Auðkenni með útvarpstíðni
Hafþór Önundarson, Ellert Þór Arason (2. árs nemendur)
Forritun á auðkennislyklum þanig að hægt sé að nota þá sem greiðslumiðil fyrir smágreiðslur (t.d. inneign til kaupa á kaffi úr kaffivél o.s.frv.)


Tengt efni