Kynning á tæknifræðinámi á Tæknidegi fjölskyldunnar

Háskóli Íslands og Keilir kynna háskólanám í tæknifræði á Tæknidegi fjölskyldunnar í Verkmenntaskóla Austurlands, laugardaginn 15. október kl. 12 - 16. Þar verður meðal annars hægt að fræðast um nám í mekatróník hátæknifræði sem sameinar véla-, rafmagns- og hugbúnaðarverkfræði, til að mynda við gerð sjálfstýringa og vélmenna. Þá verður hægt að skoða Skittles litaflokkara sem nemendur hönnuðu og smíðuðu í verklegum áfanga námsins.

Tæknidagur fjölskyldunnar

Hinn árlegi Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands laugardaginn 15. október. Sem fyrr er dagurinn tileinkaður tækni, vísindum, sköpun og þróun á Austurlandi og miðast dagskráin við alla aldurshópa. Ýmislegt verður í boði að þessu sinni, til dæmis verður reynt að ganga á vatni í fyrsta sinn í sögu Austurlandsfjórðungs.

Fjöldi fyrirtækja á Austurlandi sýnir allskyns tæknilausnir, gestir fá að kynnast þyrluflugi í gegnum sýndarveruleikagleraugu, rafmagnsframleiðslu með vindmyllum, eldsmíði upp á gamla mátann, landmótun í sandkassa, hrálýsi úr loðnu og fleira og fleira og fleira. Þá verður Ævar vísindamaður á staðnum og sýnir börnum inn í töfraheim vísindanna.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Verkmenntaskóla Austurlands


Tengt efni