Kynning á grunn- og framhaldsnámi í SDU

Miðvikudaginn 22. október kemur Jón Geir Sveinsson frá Syddansk Universitet í Danmörku í heimsókn í Keili og verður með hádegiskynningu. Mun hann kynna þær námsleiðir sem eru í boði í skólanum og svara spurningum um námið og önnur praktísk atriði. Megináhersla verður lögð á framhaldsnám en allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér það sem er í boði í skólanum.

Kynningin fer fram í stofu A1 kl. 12:00.


Tengt efni