Kynning á AGH tækniháskólanum

Dariusz Knez frá AGH tækniháskólanum í Kraká í Póllandi verður með kynningu á skólanum, náminu og möguleika fyrir nemendur í tæknifræðinámi Keilis og Háskóla Íslands til skiptináms.

Samstarf er á milli Keilis og AGH og hafa bæði nemendur frá Póllandi komið hingað sem og nemendur tæknifræðináms Keilis og HÍ farið utan í skiptinám. Við hvetjum tæknifræðinema sem og aðra til að fjölmenna.

Kynningin fer fram miðvikudaginn 13. maí kl. 12 - 13 í stofu A1.


Tengt efni