Jón Þór Guðbjörnsson kynnir lokaverkefni sitt í tæknifræði um miðlægan orkustýribúnaður með gagnaflutningi um raflagnir

Jón Þór Guðbjörnsson kynnir lokaverkefni sitt til BS gráðu í tæknifræði sem nefnist „Miðlægur orkustýribúnaður með gagnaflutningi um raflagnir“, fimmtudaginn 26. maí kl. 14:30 í aðalbyggingu Keilis.

Um höfund:

Jón Þór Guðbjörnsson er fæddur árið 1984 á Ísafirði. Hann stundaði nám í framhaldsskóla árin 2000 til 2003. Árið 2003 hóf Jón Þór störf hjá fyrirtækinu KNH ehf sem var jarðvinnufyrirtæki sem sérhæfði sig í vegagerð. Þar vann hann við hin ýmsu störf allt frá handmokstri að mælingum og magnútreikningum. Í ársbyrjun 2012 lagðist fyrirtækið af og hóf hann þá sjálfstæðan rekstur á sviði mælinga til skamms tíma. Haustið 2012 hóf Jón Þór nám við Háskólabrú Keilis og hóf í framhaldi af því nám í Orku- og umhverfistæknifræði við tæknifræðinám Keilis, þaðan sem hann mun útskrifast nú í sumar.

Varnir lokaverkefna

Varnir lokaverkefna BS nemenda í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis fara fram 25. - 27. maí næstkomandi. Varnirnar fara fram í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ og eru öllum opnar (nema annað sé tekið fram).

Miðvikudagur 25. maí

 • kl. 10:40: Jón Bjarki Stefánssonpage - Samanburður á vindtúrbínum gíruðum og ógíruðum
 • kl. 14:30: Jón Ingi Björnsson - Mæling olíunotkunar báta með úthljóðsskynjara   

Fimmtudagur 26. maí

 • kl. 09:15: Adam Crompton - Fesability of Enhanced Geothermal Systems in Iceland
 • kl. 10:40: Gunnar Páll Halldórsson - Energy Harvesting with Prosthetic Feet
 • kl. 13:00: Skarphéðinn Þór Gunnarsson - Prentplötugerð með CNC stýribúnaði og útfjólubláum geisla
 • kl. 14:30: Jón Þór Guðbjörnsson - Miðlægur orkustýribúnaður með gagnaflutningi um raflagnir

Föstudagur 27. maí

 • kl. 09:15: Atli Már Jónsson - Kalsíum úr fiskbeinum
 • kl. 10:40: Ellert Þór Arason - Snertilaus greiðslustöð fyrir sjálfsala
 • kl. 13:00: Heimir Sigurgeirsson - Package Impact Logger
 • kl. 14:30: Helgi Valur Gunnarsson - Pökkunarvél fyrir bláskel
 • kl. 16:00: Sara Lind Einarsdóttir - Waste Heat Recovery and Utilization at United Silicon Iceland

Tengt efni