Brýnt að fjölga nemendum í tæknigreinum á háskólastigi

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flutti ávarp við tíu ára afmælishátíð Keilis þann 4. maí 2017.

Í ávarpi sínu sagði Jón Atli meðal annars að það hefði verið Háskólanum kappsmál að bjóða upp á tæknifræðinám til BS-prófs á vettvangi Keilis enda væru þar afbragðs aðstæður fyrir slíkt nám. „Það er afar brýnt að fjölga nemendum í tæknigreinum á háskólastigi, atvinnulífið kallar eftir tæknimenntuðu vinnuafli og alþjóðleg þróun staðfestir að þörfin fyrir tæknimenntað fólk vex hratt – og raunar hraðar en við höldum,“ benti rektor á og bætti við að sameinað átak þyrfti til að bregðast við þessum vanda hér á landi, m.a. með vel fjármögnuðu háskólastarfi sem byði upp á góða tilrauna- og verkefnaaðstöðu.

Frétt á vef Háskóla Íslands


Tengt efni