Lokaverkefni

Lokaverkefni til BS gráðu eru 20 ECTS einingar þar sem ein eining samsvarar 20-25 klukkustunda vinnu má reikna með að það taki um 600-720 klukkustundir að klára lokaverkefnið. Athygli er vakin á því að þetta eru því um 75 vinnudagar eða fjórir mánuðir af mikilli vinnu.

Aðstoð

Á bókasafni tæknifræðinámsins er hægt að fá aðstoð við ýmislegt tengt lokaverkefninu svo sem heimildaleit, skráningu, millisafnalán og fleira. Einnig getur bókasafnið haldið kynningu fyrir lokaársnema í heimildaleit ef áhugi er fyrir hendi.

Reglur um lokaverkefni

Þar sem tæknifræðinám Keilis fellur undir Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands fylgjum við þeim reglum sem þar gilda um lokaverkefni. Eftirfarandi reglur eru því byggðar á reglum Háskóla Íslands en hafa verið aðlagaðar tæknifræðináminu.

Hér má nálgast reglur um skil á lokaverkefnum.

Verkáætlun (Proposal)

Leiðbeiningar um uppsetningu verkáætlunar má nálgast hér
Hér má nálgast tímalínu með helstu dagsetningum er tengjast skilum á lokaverkefnum fyrir októberútskrift og hér fyrir febrúarútskrift.

Sniðmát fyrir lokaritgerðir

Ritgerð:

  • BS snið (word) má nálgast hér.
  • BS snið á ensku má nálgast hér.

Plaköt

  • Snið fyrir plaköt má finna hér.

Skemman

Útskriftarnemar geta skilað lokaverkefnum sínum í Skemmuna sem er stafrænt gagnasafn lokaverkefna nemenda og kennara við alla háskóla á Íslandi. Hér má nálgast leiðbeiningar um skilin.