Mekatróník hátæknifræði

Nám í mekatróník hátæknifræði í Háskóla Íslands er þverfaglegt háskólanám kennt á vettvangi Keilis þar sem veittur er sterkur grunnur í aðferðum sem nýta bæði rafeinda- og hugbúnað til að stjórna vélbúnaði. Nemendur læra meðal annars að hanna mekatrónísk kerfi, mæla og vinna úr mælingum til þess að stjórna vélbúnaði auk þess að læra nóga rafeindatækni til að geta búið til búnað til að mæla og vinna úr mælingum. 

 • Um nám í mekatróník hátæknifræði

  Meðal þess sem kennt verður má nefna: mælitækni til þess að ná upplýsingum úr umhverfinu, merkjavinnsla til að vinna úr upplýsingunum og stýritækni til að bregðast við upplýsingunum. Einnig verður kennt hvernig á að hanna vélhluti, velja efni m.t.t. tæringar, slits og þreytu. Auk þess verður kennd rafmagnsfræði, rafeindafræði og önnur fög sem eru mikilvæg í starfi tæknifræðinga með sérhæfingu í mekatróník.

 • Hvað gerir mekatróník hátæknifræðingur?

  Námið nýtist öllum sem vilja vinna við raf- og rafeindastýrðan vélbúnað, hvort sem er í orku-, framleiðslu- eða öðrum iðnaði. Undanfarin ár hefur verið vaxandi þörf fyrir tæknimenntað starfsfólk sem getur bæði hannað og viðhaldið vélbúnaði búnum rafeinda- og hugbúnaðarstýringum. Sem dæmi um slíkan búnað má nefna vélknúin farartæki (bílar, mótorhjól, flugvélar og skip), vélbúnað í framleiðslufyrirtækjum (þjarkar, flokkarar, vogir), búnað í heilbrigðisgeiranum (röntgenvélar, ómunartæki, hjartalínurit, gangráðar, svefnmælingar), neytendavörur (myndavélar, þvottavélar, geisladiskaspilarar og harðir diskar), gervilimi (hné og fætur) og margt fleira.

 • Samsetning náms

  Mekatróník tæknifræði er þverfaglegt nám sem sameinar vél-, rafeinda- og hugbúnaðartæknifræði. Mekatróník kemur víða við í nútímatækni. Markmið skólans er að veita nemendum traustan grunn í þessum fræðum og búa þar með til ómissandi hlekki í sköpun og þróun framtíðartækni.

  Undanfarin ár hefur verið vaxandi þörf fyrir tæknimenntað starfsfólk sem getur bæði hannað og viðhaldið vélbúnaði búnum rafeinda- og hugbúnaðarstýringum. Sem dæmi um slíkan búnað má nefna vélknúin farartæki (bíla, mótorhjól, flugvélar og skip), vélbúnað í framleiðslufyrirtækjum (þjarka, flokkara og vogir), búnað í heilbrigðisgeirann (röntgenvélar, ómunartæki, hjartalínurit, gangráða og svefnmælingar), neytendavörur (myndavélar, þvottavélar,

  Meðal þess sem kennt er: mælitækni til að ná upplýsingum úr umhverfinu, merkjavinnsla til að vinna úr upplýsingunum og stýritækni til að bregðast við upplýsingunum. Einnig verður kennt hvernig á að hanna vélarhluti, velja efni m.t.t. tæringar, slits og þreytu. Auk þess verður kennd rafmagnsfræði, rafeindafræði og önnur fög sem eru mikilvæg í starfi tæknifræðinga með sérhæfingu í mekatróník.

  Skipulag náms og kennsluáætlun er birt með fyrirvara um breytingar

  Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um áfanga í kennsluskrá Háskóla Íslands hér.  Þar má finna heildaryfirlit og lýsingar á námskeiðum, sem og upplýsingar um hæfnisviðmið og forkröfur bæði á íslensku og ensku. 

 • Skipulag náms

  • Aðalnámsgrein til lokaprófs: Mekatróník hátæknifræði.
  • Tungumál sem kennsla/próf fara fram á: Íslenska/enska - háð kennurum og nemendum. Flest allar kennslubækur eru á ensku.
  • Námsstig: Þrjú ár í grunnnámi á háskólastigi.
  • ECTS einingar: 210
  • Skilgreind lengd námsleiðarinnar: Fullt nám í tæp fjögur námsár.
  • Aðgangskröfur: Íslenskt stúdentspróf (eftir 4 ár í framhaldsskóla) eða sambærilegt próf. Mælt er með að stúdent hafi lokið a.m.k. 24 einingum í stærðfræði og 30 í raungreinum, þar af a.m.k. 6 í eðlisfræði.
  • Tilhögun náms: Fullt nám.
  • Námskröfur: Ljúka þarf 210 ECTS einingum fyrir lokapróf.
  • Hæfniviðmið: Skoða (PDF)
  • Kennarar: Skoða
  • Aðgangur að frekara námi: Námið veitir aðgang að meistaranámi í tæknifræði erlendis. Einnig geta nemendur bætt við sig ákveðnum raungreina- og verkfræðifögum til að fá samþykkt inn í mastersnám í verkfræði hjá Háskóla Íslands.
  • Starfsréttindi (ef við á): Veitir nægan undirbúning til að sækja um lögverndaða starfsheitið tæknifræðingur til iðnaðarráðuneytisins.
  • Frekari upplýsingar um námsleiðina: Heimasíða mekatróník hátæknifræði

  Nánari upplýsingar 

  Uppsetning námsins í tæknifræði Keilis er frábrugðin hefðbundnu fyrirkomulagi hér á landi að því leyti að námið byggist upp á tveimur sjö vikna lotum á önn með viku fríi að hausti og vori.

 • Aðstaða og umgjörð

  Kennsla og verklegar æfingar nemenda fara fram í fyrsta flokks rannsóknar- og þróunaraðstöðu tæknifræðináms Keilis á Ásbrú.

  Aðstaða til rannsókna og verkefnavinnu er með því sem best gerist hér á landi og er stefnt að því að bæta enn frekar við aðstöðu skólans í framtíðinni. Í húsnæði skólans er fullkomin efnafræðistofa svo fátt eitt sé nefnt. Gott samstarf er við fyrirtæki í greininni sem stuðlar að nýsköpun, gagnvirkum samskiptum við atvinnulífið og raunverulegum nemendaverkefnum.

  Smellið hér fyrir fleiri myndir af aðstöðu tæknifræðinámsins

 • Nám á vegum Háskóla Íslands

  Tæknifræði er þriggja og hálfs árs háskólanám á vegum Háskóla Íslands fer fram á vettvangi Keilis á Ásbrú. Námið heyrir undir Rafmangs- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands og eru nemendur skráðir í HÍ og útskrifast þaðan. 

  Kennslan fer fram allt árið fyrir utan sex vikna sumarfrí sem gerir mögulegt að klára námið á þremur árum. Námið er lánshæft hjá LÍN samkvæmt reglum sjóðsins. Lokapróf í tæknifræði veitir rétt til að sækja um lögverndaða starfsheitið tæknifræðingur.

  Námið má finna hér í kennsluskrá Háskóla Íslands.

 • Umsókn um nám og inntökuskilyrði

  Næst verður tekið við umsóknum í tæknifræðinám Háskóla Íslands og Keilis á haustönn 2019. Umsókn um nám fer fram í gegnum Uglu - Skráningarsíðu Háskóla Íslands

  Inntökuskilyrði í tæknifræðinám Háskóla Íslands

  Ef þú uppfyllir eitt af þessum skilyrðum getur þú sótt um í tæknifræðinámið. Ef þú ert í vafa um hvort þú uppfyllir skilyrðin, hafðu samband við okkur og taktu stöðupróf. Út frá því finnum við leið til að brúa þig inn í tæknifræðinámið. 
  • Ertu með stúdentspróf?

   Ef þú ert með íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf getur þú sótt um háskólanámí tæknifræði.

  • Hefurðu lokið frumgreinanámi?

   Ef þú ert með lokapróf frá Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar eða sambærilegt frumgreinanám frá öðrum skólum getur þú sótt um háskólanám í tæknifræði.

  • Ertu með verk- eða iðnnám?

   Ef þú ert með viðeigandi iðnmenntun (að minnsta kosti 145 feiningar) eða fjórða stigs vélstjórnarnám getur þú sótt um háskólanám í tæknifræði.

  • Hefurðu ekki lokið stúdentsprófi?

   Umsækjendur sem stundað hafa nám á framhaldsskólastigi geta fengið inngöngu í námið með því að þreyta stöðumat hjá Keili. Við mat á umsóknum er jafnframt tekið mið af starfsreynslu úr atvinnulífinu.

   Allir umsækjendur þurfa að standast undirbúningsáfanga í stærðfræði á haustmisseri fyrsta árs til að öðlast rétt til áframhaldandi háskólanáms í tæknifræði.