Framleiðslutæknifræði fyrir efna- og líftækniiðnað

Nám í framleiðslutæknifræði (áður iðntæknifræði) í Háskóla Íslands er þverfaglegt háskólanám kennt á vettvangi Keilis sem leggur áherslu á efna- og líftækniferla samhliða þeirri þekkingu sem þarf til að hanna tilsvarandi framleiðsluferla. Mikil áhersla er á hagnýta þjálfun í sérhæfðri efnafræði rannsóknarstofu og annarri verklegri aðstöðu Keilis á Ásbrú.

 • Um nám í framleiðslutæknifræði

  Tæknifræðinámið er uppbyggt þannig að nemendur geti öðlast öfluga tækniþekkingu samhliða færni við að beita henni á raunveruleg verkefni tengd atvinnulífi og nýsköpun. Áhersla er lögð á að nemendur geti unnið sjálfstætt að sínum eigin verkefnum á seinni stigum námsins. Náminu lýkur með fimm mánaða lokaverkefni með hagnýtum áherslum þar sem nemendur vinna að eigin nýsköpunarhugmyndum eða verkefni í samstarfi við fyrirtæki.

 • Hvað gera framleiðslutæknifræðingar?

  Námið nýtist þeim sem vilja vinna við nýsköpun, störf tengd orku- og matvælaiðnaði, fullvinnslu sjávar- og landbúnaðarafurða, líftækni- og lyfjaiðnað, efnavinnslu og notkun á umhverfisvænum orkugjöfum.

  Námslínan leggur áherslu á efnafræði, efnaferla og líftækni og nýtist þekking nemenda meðal annars við hönnun, rekstur og viðhald á framleiðslubúnaði í efna- og líftækniiðnaði. Þá nýtist námið þeim sem vilja vinna í orkufyrirtækjum, fyrirtækjum tengdum Auðlindagarðinum á Suðurnesjum (til að mynda CRI, Orf líftækni og Bláa lónið), Alvogen, Algalíf, Íslenskri erfðagreiningu og Matís, auk starfsemi í orkufrekum iðnaði. 

 • Samsetning náms

  Framleiðslutæknifræði fyrir efna- og líftækniiðnað er þverfaglegt nám sem leggur áherslu á efna- og líftækniferla samhliða þeirri þekkingu sem þarf til að hanna tilsvarandi framleiðsluferla. Mikil áhersla er á verklega þjálfun í sérhæfðri efnafræði rannsóknarstofu og annarri sérhæfðri aðstöðu Keilis á Ásbrú. Markmið skólans er að veita nemendum traustan grunn í þessum fræðum og búa þar með til ómissandi hlekki í þróun og hönnun ýmisskonar framleiðsluferla í sem tengjast efnaferlum og líftækni.

  Námið nýtist þeim sem vilja vinna við nýsköpun, störf tengd orku- og matvælaiðnaði, fullvinnslu sjávar- og landbúnaðarafurða, líftækni- og lyfjaiðnað, efnavinnslu og notkun á umhverfisvænum orkugjöfum. Námslínan leggur áherslu á efnafræði, efnaferla og líftækni og nýtist þekking nemenda meðal annars við hönnun, rekstur og viðhald á framleiðslubúnaði í efna- og líftækniiðnaði. Þá nýtist námið þeim sem vilja vinna í orkufyrirtækjum, fyrirtækjum tengdum Auðlindagarðinum á Suðurnesjum (til að mynda CRI, Orf líftækni og Bláa lónið), Alvogen, Algalíf, Íslenskri erfðagreiningu og Matís, auk starfsemi í orkufrekum iðnaði. 

  Skipulag náms og kennsluáætlun er birt með fyrirvara um breytingar

  Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um áfanga í kennsluskrá Háskóla Íslands hér.  Þar má finna heildaryfirlit og lýsingar á námskeiðum, sem og upplýsingar um hæfnisviðmið og forkröfur bæði á íslensku og ensku. 
 • Skipulag náms

  • Aðalnámsgrein til lokaprófs: Iðntæknifræði fyrir efna- og líftækniiðnað.
  • Tungumál sem kennsla/próf fara fram á: Íslenska/enska - háð kennurum og nemendum. Flest allar kennslubækur eru á ensku.
  • Námsstig: Þrjú ár í grunnnámi á háskólastigi.
  • ECTS einingar: 210
  • Skilgreind lengd námsleiðarinnar: Fullt nám í tæp fjögur námsár.
  • Aðgangskröfur: Íslenskt stúdentspróf (eftir 4 ár í framhaldsskóla) eða sambærilegt próf. Deildin mælir eindregið með að stúdent hafi lokið a.m.k. 24 einingum í stærðfræði og 30 í raungreinum, þar af a.m.k. 6 í eðlisfræði.
  • Tilhögun náms: Fullt nám.
  • Námskröfur: Ljúka þarf 210 ECTS einingum fyrir lokapróf.
  • Hæfniviðmið: Skoðið í kennsluskrá UGLU
  • Kennarar: Skoðið í kennsluskrá UGLU
  • Aðgangur að frekara námi: Námið veitir aðgang að meistaranámi í tæknifræði erlendis. Einnig geta nemendur bætt við sig ákveðnum raungreina- og verkfræðifögum til að fá samþykkt inn í mastersnám í verkfræði hjá Háskóla Íslands.
  • Starfsréttindi (ef við á): Veitir nægan undirbúning til að sækja um lögverndaða starfsheitið tæknifræðingur til iðnaðarráðuneytisins.
  • Frekari upplýsingar um námsleiðina: Heimasíða Iðntæknifræði fyrir efna- og líftækniiðnað

  Nánari upplýsingar

  Uppsetning námsins í tæknifræði Keilis er frábrugðin hefðbundnu fyrirkomulagi hér á landi að því leyti að námsárinu er skipt upp í þrjár annir, tíu vikur hver önn. Að auki eru tvær þriggja vikna lotur á námsárinu.

  Námið dreifist því á fleiri vikur á árinu og þar af leiðandi verður námsálagið jafnara. Með þessu móti ná nemendur að nemendur ljúka 80 ECTS einingum á ári í stað 60 ECTS eininga eins og almennt tíðkast. Nemendur ljúka því náminu á þremur árum í stað þremur og hálfu og hafa kost á því að vera á námslánum allt árið.

 • Nám á vegum Háskóla Íslands

  Tæknifræði er þriggja og hálfs árs háskólanám á vegum Háskóla Íslands fer fram á vettvangi Keilis á Ásbrú. Námið heyrir undir Rafmangs- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands og eru nemendur skráðir í HÍ og útskrifast þaðan. 

  Kennslan fer fram allt árið fyrir utan sex vikna sumarfrí sem gerir mögulegt að klára námið á þremur árum. Námið er lánshæft hjá LÍN samkvæmt reglum sjóðsins. Lokapróf í tæknifræði veitir rétt til að sækja um lögverndaða starfsheitið tæknifræðingur.

  Námið má finna hér í kennsluskrá Háskóla Íslands.

 • Aðstaða og umgjörð

  Kennsla og verklegar æfingar nemenda fara fram í fyrsta flokks rannsóknar- og þróunaraðstöðu tæknifræðináms Keilis á Ásbrú.

  Aðstaða til rannsókna og verkefnavinnu er með því sem best gerist hér á landi og er stefnt að því að bæta enn frekar við aðstöðu skólans í framtíðinni. Í húsnæði skólans er fullkomin efnafræðistofa svo fátt eitt sé nefnt. Gott samstarf er við fyrirtæki í greininni sem stuðlar að nýsköpun, gagnvirkum samskiptum við atvinnulífið og raunverulegum nemendaverkefnum.

  Smellið hér fyrir fleiri myndir af aðstöðu tæknifræðinámsins

 • Umsókn um nám í tæknifræði

  Næst verður tekið við umsóknum í tæknifræðinám Háskóla Íslands á haustmisseri 2018 og er umsóknarfrestur til 5. júní. Skráning fer fram á Uglu - vefsetri Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið má einnig nálgast á heimasíðu Háskóla Íslands

  Umsækjendur sem hafa lokið stúdentsprófi geta sótt um háskólanám í tæknifræði, auk nemenda með viðeigandi iðnmenntun, vélstjórnarpróf eða lokapróf úr viðeigandi frumgreinanámi. Inntökuskilyrði:

  • Viðeigandi iðnmenntun (að minnsta kosti 145 feiningar)
  • Lokapróf frá Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar eða sambærileg frumgreinanám frá öðrum skólum
  • Vélstjórnarpróf (4. stig)
  • Stúdentspróf (með trausta undirstöðu í stærðfræði og raungreinum

  Ef þú ert í vafa um hvort þú uppfyllir skilyrðin, hafðu samband við okkur og taktu stöðupróf. Út frá því finnum við leið til að brúa þig inn í tæknifræðinámið. 

  Nánari upplýsingar veitir Rúnar Unnþórsson, forstöðumaður tæknifræðináms Keilis og Háskóla Íslands, eða skrifstofa Keilis í síma 578 4000 og á keilir@keilir.net.