MekatrˇnÝk hßtŠknifrŠ­i

Nßmi­ Ý mekatrˇnÝk hßtŠknifrŠ­i hjß Keili er ■verfaglegt hßskˇlanßm ■ar sem veittur er sterkur grunnur Ý a­fer­um sem nřta bŠ­i rafeinda- og hugb˙na­ til

MekatrˇnÝk hßtŠknifrŠ­i

Námið í mekatróník hátæknifræði hjá Keili er þverfaglegt háskólanám þar sem veittur er sterkur grunnur í aðferðum sem nýta bæði rafeinda- og hugbúnað til að stjórna vélbúnaði. Nemendur læra meðal annars að hanna mekatrónísk kerfi, mæla og vinna úr mælingum til þess að stjórna vélbúnaði auk þess að læra nóga rafeindatækni til að geta búið til búnað til að mæla og vinna úr mælingum. 

Afhverju að læra mekatróník hátæknifræði?

Námið nýtist öllum sem vilja vinna við raf- og rafeindastýrðan vélbúnað, hvort sem er í orku-, framleiðslu- eða öðrum iðnaði. Undanfarin ár hefur verið vaxandi þörf fyrir tæknimenntað starfsfólk sem getur bæði hannað og viðhaldið vélbúnaði búnum rafeinda- og hugbúnaðarstýringum. Sem dæmi um slíkan búnað má nefna vélknúin farartæki (bílar, mótorhjól, flugvélar og skip), vélbúnað í framleiðslufyrirtækjum (þjarkar, flokkarar, vogir), búnað í heilbrigðisgeiranum (röntgenvélar, ómunartæki, hjartalínurit, gangráðar, svefnmælingar), neytendavörur (myndavélar, þvottavélar, geisladiskaspilarar og harðir diskar), gervilimi (hné og fætur) og margt fleira.

Boðið upp á námið í samstarfi við Háskóla Íslands

Mekatróník hátæknifræði er háskólanám og er boðið er upp á námið í samstarfi við Háskóla Íslands, sem útskrifar nemendur skólans. Námið tekur þrjú ár. Námið er lánshæft hjá LÍN samkvæmt reglum sjóðsins.  

Um nám í mekatróník hátæknifræði

Meðal þess sem kennt verður má nefna: mælitækni til þess að ná upplýsingum úr umhverfinu, merkjavinnsla til að vinna úr upplýsingunum og stýritækni til að bregðast við upplýsingunum. Einnig verður kennt hvernig á að hanna vélhluti, velja efni m.t.t. tæringar, slits og þreytu. Auk þess verður kennd rafmagnsfræði, rafeindafræði og önnur fög sem eru mikilvæg í starfi tæknifræðinga með sérhæfingu í mekatróník.

Aðstaða og umgjörð

Kennsla og verklegar æfingar nemenda fara fram í fyrsta flokks aðstöðu í nýuppgerðum kennslustofum tæknifræðináms Keilis á Ásbrú. Aðstaða til náms og rannsókna er með því sem best gerist hér á landi, og er stefnt að því að bæta enn frekar við aðstöðu skólans í framtíðinni. Í húsnæði skólans eru stærstu iðnaðarþjarkar ætlaðir til kennslu á Íslandi og fyrsta flokks tilrauna- og smíðaaðstaða. Gott samstarf er við fyrirtæki í greininni sem stuðlar að gagnvirkum samskiptum við atvinnulífið og raunverulegum nemendaverkefnum, til að mynda Marel og Össur sem eru bæði leiðandi fyrirtæki á Íslandi þegar kemur að tæknimenntuðu fólki með haldgóða menntun og þekkingu á mekatróník.