Pönnuúrsláttur eftir frystingu á sjó

Ingjaldur Bogi Jónsson kynnir lokaverkefni sitt í Mekatróník hátæknifræði Háskóla Íslands og Keilis mánudaginn 29. maí kl. 11:00. Verkefnið nefnist: „Pönnuúrsláttur eftir frystingu á sjó“.

Verkefnið gekk út á að að gera frumhönnun að sjálfvirki losun á frosnum fiskiblokkum frá frystipönnum við vinnslu í frystitogurum. Aðal vandamálið við vinnslu í fiskiskipi er að vinnslurýmið er miklu takmarkaðra en í vinnslustöðum í landi. Aðskilnaðurinn felst í því að koma afurð á eitt færiband og pönnum á annað. Til þess þarf að snúa pönnunni til að afurðin losni úr. Sett voru skilyrði um rými og vinnsluhraða. Ekki er farið í gerð kostnaðaráætlana né rafstýringa.

Leitað var ýmissa lausna og fjallað er um tvær af þeim og kynntir kostir þeirra og gallar. Fundin var ný lausn sem virðist ganga upp og lýst útfærslu á henni.

Ingjaldur Bogi Jónsson er fæddur árið 1990 á Akranesi. Ólst upp í Bergen í Noregi, frá 1994-2004 fluttist síðan til Akraness. Lauk grunnsskólanámi þar. Fór síðan í Fjölbrautaskóla Vesturlands og lauk þaðan húsasmíða og stúdentsprófi. Hefur starfað hjá Norðuráli á Grundatanga og sem trésmiður og pípari. Hóf nám í Mekatróniskri hátæknifræði á vegum Háskóla Íslands á vettvangi Keili í árið 2012 þaðan sem hann mun útskrifast í vor.