Nýnemadagur í tæknifræðinemenda Háskóla Íslands og Keilis

Nýnemadagur nemenda í tæknifræðinámi Háskóla Íslands verður mánudaginn 14. ágúst 2017. Nemendur skulu mæta í stofu A5, staðsetning námsins er Grænásbraut 910, í Reykjanesbæ. Farið yfir skipulag skólans, námsins og hópurinn hristur saman. Kynning á námsráðgjöf, tölvumálum og kennslukerfið Moodle. Mikilvægt er að allir mæti með tölvur sínar með sér þar sem tölvudeildin mun fara yfir helstu atriði varðandi notkun tölva. Dagskrá dagsins:

  • 09:30 – 10:30  Móttaka og kynning á aðstöðu og námi
  • 10:30 – 12:00  Tölvumál og lyklar. Kynning á Moodle 
  • 12:00 – 12:30  Hádegishlé
  • 12:30 – 14:00  Stöðumat í stærðfræði
  • 14:00 – 15:00  Kynning á nemendafélagi 
  • 15:00 – 16:00  Skoðunarferð í HAKKIT

Hægt er að nálgast reglur og handbók nemenda á eftirfarandi slóðum:

Verkefni I

Nemendur taka Verkefni I (KIT102G) í 3ja vikna lotunni sem er frá 14. ágúst til 1. september, verkefnið gildir 4 ECTS einingar. Matsform fyrir KIT102G er þátttaka í námsskeiði, nemendur skulu taka þátt í öllum verkefnum til að fá staðið. Verkefni 1 miðar að því að auka færni í hópavinnu og kynningum. Nemendur þreyta margvísleg verkefni og setja upp hugbúnað fyrir næstu lotu.

Aðrar upplýsingar

Stöðumat í stærðfræði fyrir nýnema verður haldið í annarri viku lotunnar. Matið tekur tvo tíma og er prófað uppúr framhaldsskólastærðfræði, áföngum 103 til 503. Athuga skal að stöðumatið er einungis leiðandi, það er notað til að meta stöðu nýnema við upphaf námsins.

Tæknifræðibrú I

Að loknu stöðumati stendur til boða að taka Tæknifræðibrú I (KIT195G) fyrir þá sem telja sig þurfa upprifjun í framhaldsskólastærðfræðinni. Tæknifræðibrú I gildir 4 ECTS einingar sem þó eru ekki til gráðu.