Wireless Sensor Network for Smart Street Lighting

Aleksandar Kospenda kynnir lokaverkefni sitt í Mekatróník hátæknifræði Háskóla Íslands og Keilis mánudaginn 29. maí kl. 10:00. Verkefnið nefnist: „Wireless Sensor Network for Smart Street Lighting“.

Verkefnið gekk út á hönnun á þráðlausu skynjaraneti fyrir 'Smart city' götulýsingu, sjálfvirkt kerfi sem stýrir götulýsingu eftir umferð með þráðlausum einingum á ljósastaurum. Kerfið er hannað til að vera í samræmi við fyrirliggjandi grunnvirki fyrir götulýsingu og er auðvelt að setja upp og viðhalda. 

Stigveldis hönnunarnálgun var notuð við stofnun kerfisins, heildar arkitektúr var skilgreindur sem og síðari undirkerfi sem gera upp skynjaranetið. Þráðlausar nóður á ljósastaurum mynda öreiningakerfi sem notar skynjara til að greina ökutæki og lýsa veginum svo lengi sem það er umferð. Í fyrsta hluta er kynnt ástæða fyrir þörf slíks kerfis. Næst var gerð þarfagreining íhluta sem leiddi í ljós þá íhluti sem hentaði kerfinu best. Að lokum var hönnun rituð og frumgerð sett saman sem hermir virkni kerfisins. Hönnunarþættir og hugsanleg framhaldsþróun eru rædd.

Aleksandar Kospenda er fæddur árið 1990 í Króatíu. Aleks lauk sveinsprófi í rafvirkjun árið 2012. Árið 2014 hóf Aleks nám í Mekatróník hátæknifræði á vegum Háskóla Íslands á vettvangi Keilis þaðan sem hann mun útskrifast nú í sumar.


Tengt efni