Stýring súrálsflæði inn á hreinsivirki

Sigurjón Kristinn Björgvinsson kynnir lokaverkefni sitt í mekatróník hátæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis þriðjudaginn 30. maí kl. 15:00. Verkefnið nefnist: „Er hægt að stýra súrálsflæði inn á hreinsivirki út frá mælingum á afgasi frá kerskála?“

Við framleiðslu á áli verður til flúorgas og með hreinsivirkjum er gasið sogað upp til hreinsunar þar sem flúorgasið binst nýju súráli og er endurnýtt í framleiðslunni. Útblástur virkjanna er allt að 99,8% hreinni miðað við það gas sem kom inn. Markmið verkefnisns var að gera greiningu á orsakavöldum aukinnar losunar og símælingu á gasstyrk að áætla hvort hægt væri að stýra súrálsflæði inn í hreinsivirkin út frá því magniaf gasi sem kemur inn og þar með draga úr dagsveiflum. Frammistaða hreinsunar er hvergi sýnileg en með sömu mælingum á inntaki hreinsivirkjanna geta sýnt frammistöðu þeirra hverju sinni.

Sigurjón Kristinn Björgvinsson er fæddur 26. nóvember 1988 á Egilsstöðum. Hann hefur unni við ýmisleg störf yfir ævina þar á meðal í sportvöruverslun, sorphreinsun, hjá byggingaverktaka, í kjötverkun og síðast prentsmiðju áður en hann hóf aftur nám í háskólabrú  á verk- og raunvísindadeild árið 2012 eftir langa fjarveru frá skóla og útskrifaðist þaðan 2013. Í beinu framhaldi af háskólabrúnni hóf Sigurjón nám í Mekatróník hátæknifræði á vegum Háskóla Íslands á vettvangi Keilis þaðan sem hann mun útskrifast í haust.


Tengt efni