Andlát: Þórður Halldórsson

Þórður Halldórsson, kennari í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis, lést síðastliðna helgi eftir snörp og erfið veikindi. 

Þórður útskrifaðist vorið 1989 frá TVÍ. Hann vann hjá Íslenskri forritaþróun, Tölvusamskiptum og svo lengst af hjá Taugagreiningu en til skemmri tíma hjá IBM, Hönnun verkfræðistofu og Ásverk verkfræðistofu. Hann vann við hugbúnaðarþróun í um 20 ár.

Þórður hóf kennslu í tölvunarfræði hjá tæknifræðideild Keilis haustið 2011. Hann kenndi og byggði upp námskeið í forritun, hugbúnaðarfræðum og tólvuhögun við tæknifræðinámið auk þess að sinna hlutverki leiðbeinanda í lokaverkefnum nemenda. Þá stýrði hann sérverkefnum innan Orkurannsókna ehf. 

Samstarfsfólk og nemendur Þórðar í Keili senda fjölskyldu og ástvinum hans hugheilar samúðarkveðjur.