Vendinám - Spegluð kennsla

Keilir leggur áherslu á svokallað vendinám eða speglaða kennslu (flipped classroom). Með því er átt við að hefðbundinni kennslu er snúið við þar sem fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistuð á netinu. Nemendur geta horft og hlustað á kynningarnar eins oft og þeim sýnist og hvar sem þeim sýnist. Þá geta nemendur sent spurningar um efnið til kennara (eða annarra nemenda í hópnum) og fá svör á netinu sem öllum eru opin. Þá eru nemendur hvattir til að nota netið til að finna heppilegt kennsluefni.

Kennslustundir í skólanum verða fyrir vikið öðruvísi. Þar vinna nemendur verkefnin, oftast saman í hóp, og kennarar aðstoða eftir þörfum við úrlausnir. Þar sem þetta form hefur verið reynt virðist lærdómurinn verða lifandi ferli sem virkjar nemendur á skemmtilegan hátt. Nám er alltaf á ábyrgð nemenda og undirbúningur fyrir verkefnatímana í skólanum er nauðsynlegur til þess að vinnan í skólanum nýtist á virkan hátt.

Myndbönd um vendinám (speglaða kennslu)

Keilir hefur látið vinna nokkur upplýsingamyndbönd um vendinám hjá Keili. Myndböndin eru öll aðgengileg á YouTube rás Keilis:

Alþjóðleg ráðstefna um vendinám

Keilir, ásamt samstarfsaðilum hérlendis og erlendis, stóðu fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um vendinám þann 14. apríl 2015 og vinnubúðum um vendinám með Jonathan Bergmann og Aaron Sams þann 15. apríl 2015. Ráðstefnan var liður í verkefninu „FLIP - Flipped Learning in Praxis“ sem hlaut styrk úr Erasmus+ menntáætlun Evrópusambandsins.
 

Gerð námsgagna í vendináms í grunnskólum

Keilir, Þróunarsjóður námsgagna og Reykjanesbær styrktu árið 2013 verkefni sem snéri að þróun kennsluefnis í náttúrufræði og stærðfræði á síðari stigum grunnskóla (8 - 10 bekk). Hægt er að skoða afraksturinn á heimasíðu verkefnisins hér. Í kjölfarið hefur Námsgagnastofnun tekið saman námsefni á vefsíðunni vendikennsla.is til notkunar í speglaðri kennslu með öðrum kennurum. 
 

Nánari upplýsingar um vendinám

Jonathan Bergmann hefur sett saman aðgengilegt netnámskeið um vendinám (flipped learning) sem hentar einstaklega vel fyrir þá sem hafa hug á að prufa sig áfram með þessa kennsluaðferð. Netnámskeiðið má finna hér: http://flglobal.org/flipped-learning-certification/ 

Frekar má lesa um vendinám og speglaða kennslu á þessum slóðum: