Handbækur nemenda - Flugakademía

Birt með fyrirvara um breytingar. Smelltu á viðeigandi yfirflokka til að nálgast nánari upplýsingar. Almennar upplýsingar um húsnæðismál, skólagjöld, siðareglur, þjónustu og tölvumál má nálgast í Handbók nemenda - Almennur hluti.

 • Einkaflugmannsnám (PPL)

  • 1 Um námið

   • 1.1 Kröfur til einkaflugmanns

    Til að gerast handhafi einkaflugmannsskírteinis, þarf að að sækja kennslu bæði í bóklegum fræðum og verklegum hluta sem krefst kennslu í flugvél við ýmsar æfingar skv þjálfunarhandbók Keilis.

     Að lokinni kennslu í bóklegum fræðum, samtals 9 stök fög, þarf að standast 9 lokapróf hjá Keili flugakademíu (sjá „bókleg próf“). 

    Þegar nemandi hefur staðist próf hjá Keili hefur hann öðlast próftökurétt hjá Flugmálastjórn Íslands og getur þá sótt um að taka próf í viðkomandi fagi/fögum (sjá www.caa.is).

   • 1.2 Fyrsta vikan

    Í upphafi náms er skólasetning. Mikilvægt er að nemandi mæti þar sem farið verður yfir uppbyggingu námsins og almenna kynningu á kennslukerfi Keilis.

   • 1.3 Fyrirkomulag kennslu

    Bóklegt einkaflugmannsnám hjá Keili Flugakademíu fer fram í fjarnámi. Í námsáætlun sem nemendur fá afhenda í upphafi námskeiðs má sjá dagsetningar á vinnuhelgum.

    Kennsla fer fram í gegnum fjarnámskerfi skólans Moodle. Þar hafa nemendur aðgang að öllu námsefni, glærum auk talsettra fyrirlestra frá kennara. Mælst er til að nemendur skoði tölvupóst a.m.k einu sinni á dag til að fylgjast með tilkynningum frá kennurum og stjórnendum skólans.

    Til þess að nemandi geti útskrifast með einkaflugmannsréttindi þarf einnig að þreyta bókleg próf hjá Flugmálastjórn Íslands. Nánari upplýsingar um þau próf er að finna á heimasíðu Flugmálastjórnar Íslands (www.caa.is) eða hjá keili.

   • 1.4 Kennslulotur

    Náminu er skipt niður í 2 kennslulotur. Alls eru kennd 9 fög til einkaflugmanns.

    Í fyrri lotu eru kennd eftirfarandi fög;

    • Flugeðlisfræði
    • Siglingarfræði
    • Veðurfræði
    • Heilbrigðisfræði

    Í seinni lotu eru kennd eftirfarandi fög;

    • Afkastageta
    • Flugreglur
    • Verklagsreglur í flugi
    • Flugvélfræði
    • Flugfjarskipti
   • 1.5 Stundaskrá

    Stundaskrá er afhent við skólasetningu en er einnig að finna á heimasíðu keilis. Stundaskrá er gefin út fyrir allt námskeiðið í upphafi með fyrirvara um mögulegar breytingar. Komi til breytinga á stundaskrá verður tilkynnt sérstaklega um þær.

  • 2 Innilotur

   • 2.1 Almennt

    Í innilotum fara kennarar viðkomandi fags yfir námsefni í formlegri kennslu sem fram fer í skólastofu. Sjá á stundaskrá hvaða fag er kennt hverju sinni.

    Mjög mikilvægt er að nemendur mæti á innilotur til að auka þekkingu sína á efni námskeiðsins.

   • 2.2 Uppsetning á innilotum

    Innilotur eru settar upp, um og yfir helgar, má gera ráð fyrir að innilota geti lengst orðið föstudag til mánudags, dagskrá innilotu er að finna á stundaskrá.

   • 2.3 Mætingaskylda

    Gert er ráð fyrir að nemendur mæti 100% á innilotur. Þó hefur það ekki áhrif á próftökurétt ef nemandi kemst ekki alla daga.

    Forfallist nemendur eru nemendur beðnir um að láta viðkomandi kennara og þjálfunarstjóra bóklegrar deildar (krissa@keilir.net) vita áður en innilota hefst.

  • 3 Bókleg próf

   • 3.1 Almennt um próf

    Öll próf í bóklegu flugnámi eru byggð upp sem krossapróf.  Stöðupróf eru „open book“ tekin á moodle og lokapróf „closed book“ próf tekin í skólastofu Keilis eða í menntasetri á landsbygðinni sem Keilir er í samstarfi með.

   • 3.2 Stöðupróf

    í hverju fagi eru stöðupróf á moodle sem nemandi þarf að standast með að lágmarki 85% í einkunn.

    Nemandi hefur 3 tilraunir í stöðuprófi til að ná lágmarkseinkunn. Nái nemandi ekki lágmarkseinkunn eftir 3 tilraunir hefur hann fyrirgert rétti sínum til lokaprófs (skólaprófs) og í framhaldinu þarf að sitja fund með yfirkennara eða skólastjóra þar sem áætlun um viðbótarkennslu er sett upp, komi til kostnaðar ber nemandi sjálfur beinan kostnað af þeirri kennslu.

   • 3.3 Próftökuréttur

    Til þess að öðlast próftökurétt í lokaprófi þarf nemandi að hafa staðist öll stöðupróf sem fram fara á Moodle í hverju fagi.

    Stöðuprófum skal lokið eigi síðar en síðasta kennsludag fyrir lokapróf.

   • 3.4 Lokapróf

    Lokapróf eru haldin í aðstöðu Keilis, ekki er leyfilegt að styðjast við hjálpargögn í Lokaprófum. Lágmarkseinkunn er 75%

    Ein taka lokaprófs fylgir skólagjöldum, kjósi nemandi að taka ekki lokapróf á dagsetningu skv. stundaskrá greiðir nemandi sama gjald og sett er upp fyrir upptökupróf á öðrum auglýstum prófdögum, það hefur ekki áhrif á mögulegan próftökufjölda viðkomandi nema.

    Lokapróf eru skrifleg krossapróf og fara þau samkvæmt stundatöflu. Lágmarkseinkunn í lokaprófi er 75%. Nái nemandi ekki tiltekinni lágmarkseinkunn hefur hann möguleika á að taka upptökupróf. Falli nemandi á upptökuprófi þarf hann að taka nám í viðkomandi fagi aftur. Ef nemandi nær ekki lágmarkseinkunn eftir að hafa tekið viðkomandi fag aftur, skal skólastjóri í samráði við yfirkennara boða til fundar með nemanda til að ákvarða áframhald náms. (OM 1.16.4)

   • 3.5 Gildistími lokaprófa

    Nemandi skal hafa klárað með fullnægjandi árangri öllum bóklegum lokaprófum innan 18 mánaða frá því fyrsta próf er tekið.

    Eftir að bóklegum prófum hefur verið lokið hefur nemandi 24 mánuði til klára verklegu þjálfun sína og öðlast einkaflugmannskírteini.

   • 3.6 Upptökupróf

    Upptökupróf eru auglýst á heimasíðu Keilis og þurfa nemendur að greiða fyrir þau skv verðskrá.

    Mest er greitt fyrir 3 upptökupróf hverju sinni. Skráning þarf að berast með fyrirvara skv heimasíðu keilis, miðast er við 3-5 daga. Skráningargjald er óafturkræft eftir að skráningartími er liðinn.

   • 3.7 Upplýsingar um próf

    Áætlun fyrir lokapróf/upptökupróf er hægt að nálgast hér.

   • 3.8 Skráning í Lokapróf

    Allir nemendur verða að skrá sig í lokapróf/upptökupróf fyrir lok skráningarfrests.

   • 3.9 Próf á landsbyggðinni

    Óski nemendur að taka lokapróf utan Keilis, þarf að senda ósk um það á prófstjóra (krissa@keilir.net) áður en umsóknarfrestur fyrir viðkomandi próf rennur út, þó að lágmarki 7 dögum fyrir fyrsta próf á próflotu. 

    Nemandi þarf að standa kostnað af yfirsetu og húsnæði sem hlýst af prófum sem ekki eru tekin í húsnæði Keilis, nánari upplýsingar er hægt að fá hjá krissa@keilir.net

   • 3.10 Bókleg flugmálastjórnarpróf

    Nemendur þurfa að taka bókleg próf í öllum fögum hjá flugmálastjórn að námi loknu, nemendur skrá sig hjá flugmálastjórn samkvæmt leiðbeiningum flugmálastjórnar sjá www.caa.is

    Kostnaður við Flugmálastjórnarpróf er ekki innifalinn í námsgjöldum.

  • 4 Bóklegir einkaflugmannskennarar

   Fag Enskt heiti Íslenskt heiti Kennari
          
   Lota 1      
   MET Meteorology Flugveðurfræði Matthías Snorrason
   PRF Principes of flight Flugfræði Atli Már Halldórsson
   HPL Human perf. and limitations Mannleg geta og takmörk hennar Axel Haraldsson
   NAV Navigation Flugleiðsaga Þórarinn Ingi Ingason
          
   Lota 2      
   OPS Operational Procedures Verklagsreglur í flugi Sören Bendixen
   LAW Air Law Lög og reglur um loftferðir Sören Bendixen
   COM Communications Flugfjarskipti Ingvar Ari Ingvarsson
   FPP Flight performance and planning Afkastageta og áætlanagerð Sigurður Stein Matthíasson
   AGK Aircraft general knowledge Almenn þekking á loftförum Júlíus Gunnar Sveinsson
 • Atvinnuflugmannsnám (ATPL)

  • 1 Um námið

   • 1.1 Kröfur til atvinnuflugmanns

    Til að gerast handhafi atvinnuflugmannsskírteinis, þarf að að sækja kennslu bæði í bóklegum fræðum og verklegum hluta sem krefst kennslu í flugvél við ýmsar æfingar skv þjálfunarhandbók Keilis.

    Að lokinni kennslu í bóklegum fræðum, samtals 16 stök fög, þarf að standast 14 lokapróf hjá Keili flugakademíu (sjá „próf“ í handbók nemenda).  Þegar nemandi hefur staðist próf hjá Keili hefur hann öðlast próftökurétt hjá Flugmálastjórn Íslands og getur þá sótt um að taka próf í viðkomandi fagi/fögum (www.caa.is)

   • 1.2 Fjarnám

    • 1.2.1 Fyrsta vikan

     Í upphafi náms er skólasetning. Mikilvægt er að nemandi mæti þar sem farið verður yfir uppbyggingu námsins og almenna kynningu á fjarkennslukennslukerfi Keilis.

    • 1.2.2 Fyrirkomulag kennslu

     Í námsáætlun sem nemendur fá afhenda í upphafi námskeiðs má sjá dagsetningar á vinnuhelgum.

     Kennsla fer fram í gegnum fjarnámskerfi skólans Moodle. Þar hafa nemendur aðgang að öllu námsefni, glærum auk talsettra fyrirlestra frá kennara. Mælst er til að nemendur skoði tölvupóst a.m.k einu sinni á dag til að fylgjast með tilkynningum frá kennurum og stjórnendum skólans.

    • 1.2.3 Stundaskrá

     Stundaskrá er afhent við skólasetningu en er einnig að finna á heimasíðu keilis.  Stundaskrá er gefin út fyrir allt námskeiðið í upphafi með fyrirvara um mögulegar breytingar.  Komi til breytinga á stundaskrá verður tilkynnt sérstaklega um þær.

    • 1.2.4 Innilotur

     Í innilotum fara kennarar viðkomandi fags yfir námsefni í formlegri kennslu sem fram fer í skólastofu. Sjá á stundaskrá hvaða fag er kennt hverju sinni. Innilotur eru settar upp í lok kennslu-annar, þar fara saman staðnámsnemendur og fjarnámsnemendur.

     Kennsla á vinnuhelgum hefst stundvíslega kl. 09:00 og stendur til kl: 16:00. Forfallist nemendur eru nemendur beðnir um að láta viðkomandi kennara og þjálfunarstjóra bóklegrar deildar (krissa@keilir.net) vita áður en innilota hefst.

   • 1.3 Staðnám

    • 1.3.1 Fyrsta vikan

     Í upphafi náms er skólasetning. Mikilvægt er að nemandi mæti þar sem farið verður yfir uppbyggingu námsins og almenna kynningu á kennslukerfi Keilis.

    • 1.3.2 Skólafatnaður

     Við upphaf náms fá nemendur úthlutað 2 skyrtum, bindi og axlareinkenni til nota á meðan á námi stendur.  Að auki skulu nemendur vera í svörtum buxum og svörtum skóm á meðan kennsla er skv stundaskrá, heimilt er að vera í svartri V hálsmálspeysu yfir.

    • 1.3.3 Fyrirkomulag kennslu

     Bóklegt atvinnuflugmannsnám hjá Keili Flugakademíu fer fram í staðnámi (ásamt fjarnámi, sjá nánar kafla um fjarnám).

     Kennsla fer fram í skólastofum keilis auk þess nemendur hafa aðgang að fjarnámskerfi skólans, Moodle. Þar hafa nemendur aðgang að námsefni, glærum auk talsettra fyrirlestra frá kennara. Mælst er til að nemendur skoði tölvupóst a.m.k einu sinni á dag til að fylgjast með tilkynningum frá kennurum og stjórnendum skólans.

     Til þess að nemandi geti útskrifast með atvinnuflugmannsréttindi þarf einnig að þreyta bókleg próf hjá Flugmálastjórn Íslands. Nánari upplýsingar um þau próf er að finna á heimasíðu Flugmálastjórnar Íslands (www.caa.is) eða hjá yfirkennurum.

      
    • 1.3.4 Stundaskrá

     Stundaskrá er að finna á hér.  Stundaskrá er gefin út 1-2 vikur í senn með fyrirvara um mögulegar breytingar á seinni viku. 

   • 1.4 Kennslubækur

    Bókalista fyrir námið er að finna hér.

   • 1.5 Bóklegar annir

    Náminu er skipt niður í 2 kennslulotur sem hvor um sig endar á lokaprófum hjá Keili og Flugmálastjórn. Alls eru kennd 16 fög til atvinnuflugmanns.

    Á haustönn eru kennd eftirfarandi fög:

    • General Navigation
    • Radio Navigation
    • Instruments
    • Air Law
    • Operational Procedures
    • Performance
    • Com VFR
    • Com IFR

     Á vorönn eru kennd eftirfarandi fög:

    • Airframes & Systems
    • Electrics
    • Powerpant
    • Flight Planning
    • Mass and Balance
    • Human Performance
    • Principles of Flight
    • Meteorology
  • 2 Bókleg próf

   • 2.1 Almennt um próf

    Öll próf í bóklegu flugnámi eru byggð upp sem krossapróf.  Stöðupróf eru „open book“ tekin á moodle og lokapróf „closed book“ próf tekin í skólastofu keilis eða í menntasetri á landsbygðinni sem keilir er í samstarfi með.

   • 2.2 Stöðupróf

    í hverju fagi eru stöðupróf á moodle sem nemandi þarf að standast með að lágmarki 85% í einkunn.

    Nemandi hefur 3 tilraunir í stöðuprófi til að ná lágmarkseinkunn. Nái nemandi ekki lágmarkseinkunn eftir 3 tilraunir hefur hann fyrirgert rétti sínum til lokaprófs (skólaprófs) og í framhaldinu þarf að sitja fund með yfirkennara eða skólastjóra þar sem áætlun um viðbótarkennslu er sett upp, komi til kostnaðar ber nemandi sjálfur beinan kostnað af þeirri kennslu.

   • 2.3 Próftökuréttur

    Til þess að öðlast próftökurétt í lokaprófi þarf nemandi að hafa staðist öll stöðupróf sem fram fara á Moodle í hverju fagi.

    Stöðuprófum skal lokið eigi síðar en síðasta kennsludag fyrir lokapróf.

   • 2.4 Lokapróf

    Lokapróf eru haldin í aðstöðu Keilis, ekki er leyfilegt að styðjast við hjálpargögn í Lokaprófum. Lágmarkseinkunn er 75%

    Ein taka lokaprófs fylgir skólagjöldum, kjósi nemandi að taka ekki lokapróf á uppsettum tíma skv stundaskrá skal nemandi greiða sama gjald og sett er upp fyrir upptökupróf, það hefur ekki áhrif á mögulegan próftökufjölda viðkomandi nema.

    Lokapróf eru skrifleg krossapróf og fara þau samkvæmt stundatöflu. Lágmarkseinkunn í lokaprófi er 75%. Nái nemandi ekki tiltekinni lágmarkseinkunn hefur hann möguleika á að taka upptökupróf. Falli nemandi á upptökuprófi þarf hann að taka nám í viðkomandi fagi aftur. Ef nemandi nær ekki lágmarkseinkunn eftir að hafa tekið viðkomandi fag aftur, skal skólastjóri í samráði við yfirkennara boða til fundar með nemanda til að ákvarða áframhald náms. (TM 1.16.4)

   • 2.5 Upptökupróf

    Upptökupróf eru auglýst á heimasíðu Keilis og þurfa nemendur að greiða fyrir þau skv verðskráMest er greitt fyrir 3 upptökupróf hverju sinni.

    Skráning þarf að berast með fyrirvara skv heimasíðu keilis, miðast er við 3-5 daga.  Skráningargjald er ekki afturkræft eftir að skráningartími er liðinn.

   • 2.6 Upplýsingar um próf

    Áætlun fyrir lokapróf/upptökupróf er hægt að nálgast hér

   • 2.7 Skráning í Lokapróf

    Allir nemendur verða að skrá sig í lokapróf/upptökupróf fyrir lok skráningarfrests.

   • 2.8 Próf á landsbyggðinni

    Óski fjarnámsnemendur að taka lokapróf utan Keilis, þarf að senda ósk um það á prófstjóra (krissa@keilir.net) áður en umsóknarfrestur fyrir viðkomandi próf rennur út, þó að lágmarki 7 dögum fyrir fyrsta próf á próflotu. 

    Nemandi þarf að standa kostnað af yfirsetu og húsnæði sem hlýst af prófum sem ekki eru tekin í húsnæði Keilis, nánari upplýsingar er hægt að fá hjá krissa@keilir.net.

   • 2.9 Bókleg flugmálastjórnarpróf

    Nemendur þurfa að taka bókleg próf í öllum fögum hjá flugmálastjórn að námi loknu, nemendur skrá sig hjá flugmálastjórn samkvæmt leiðbeiningum flugmálastjórnar sjá www.caa.is

    Kostnaður við Flugmálastjórnarpróf er ekki innifalinn í námsgjöldum.

  • 3 Bóklegir atvinnuflugmannskennarar

   Fag Enskt heiti Kennari
        
   G.NAV General Navigation Þórarinn Ingi Ingason
   R.NAV Radio Navigation Anton Gunnerlind
   INS Instrumentation Gunnar Hjörtur Hagbarðsson
   LAW Air Law Rúnar Ingi Erlingsson
   OPS Operational procedures Florian Höecker
   PER Performance Birkir Örn Arnaldsson - Jonathan Hölling
   VFR Communications VFR  Rúnar Ingi Erlingsson 
   IFR Communications IFR  Rúnar Ingi Erlingsson
   AS Airframes and systems Davíð Brár Unnarsson 
   EL Electrics Xabier Tejero Landa
   PP Powerplant Erlendur Guðmundsson
   FLP Flight planning and monitoring Evert Ingjaldsson
   MAB Mass and balance  Þórarinn Ingi Ingason 
   HPL Human performance and limitations  Jonathan Hölling
   POF Principles of flight  Simon Rörstrand
   MET Meteorology Róbert Ketilsson - Gunnar Hjörtur Hagbarðsson 
  • Upprifjanir og Endurnýjanir (Revalidation and Renewal Training)

   Sjá upplýsingar á ensku hér

 • Flugvirkjun

  • 1 Um námið

   • 1.1 Kröfur til flugvirkja

    Til að gerast “category B1” flugvirki, þarf að sækja kennslu bæði í bóklegum fræðum og verklegum þar sem fer fram kennsla og undirbúningur fyrir störf  flugvirkjans skv þjálfunarhandbók Keilis. 

    Bóklegu og verklegu fræðin skiptast niður í 13 module og eru tekin stöðupróf með reglulegu millibili. Þegar nemandi hefur staðist stöðuprófin hjá Keili hefur hann öðlast próftökurétt hjá AST og getur sótt um að taka próf í viðkomandi fagi/fögum.

    Á námstímanum er 300 tíma OJT (on job training sem nemendur eru sendir í hjá part 145 verkstæði).

    Að loknu námi hjá Keili, og próftöku hjá AST geta nemendur sótt um nemastarf hjá Part 145 viðhaldsstöð og þurfa þeir að ljúka 24 mánaða starfsreynslu áður en þeir geta tekið sveinspróf í flugvirkjun.

   • 1.2 Staðnám

    Nemendum er boðið uppá flug-ensku námskeið (Aviation English) ásamt stærðfræði og eðlisfræði grunni í fjarnámi áður en sjálft námið byrjar til undirbúnings en allt námið er kennt á ensku. 

    Fyrsta vikan

    Í upphafi náms er skólasetning. Mikilvægt er að nemandi mæti þar sem farið verður yfir uppbyggingu námsins, almenna kynningu á Moodle kennslukerfi Keilis, fatamátun, og fl. 

    Skólafatnaður

    Við upphaf náms fá nemendur úthlutað flíspeysu, bolum, öryggisskóm og hlífðarfatnaði fyrir verklega kennslu. Í bóklega hluta námsins má klæðast sínum eigin fatnaði en í verklegri kennslu ber mönnum skylda til að klæðast hlífðarfatnaði, öryggisskóm ásamt tilheyrandi öryggishlífum eftir þörfum.

   • 1.3 Fyrirkomulag kennslu

    Bóklegur hluti námsins fer fram hjá Keili Flugakademíu í staðarnámi. Kennsla fer fram frá kl. 09:00 - 16:30 alla virka daga.

    Kennsla fer fram í skólastofum Keilis auk þess sem nemendur hafa aðgang að kennslukerfi skólans (Moodle). Þar hafa nemendur aðgang að námsefni, glærum auk talsettra fyrilestra frá kennara. Mælst er með að nemendur skoði tölvupóst a.m.k. einu sinni á dag til að fylgjast með tilkynningum frá kennurum og sjórnendum skólans.

    Til þess að nemandi geti útskrifast sem Category B flugvirki þarf að þreyta bókleg próf á vegum AST sem eru haldin reglulega hjá Keili. Í verklegu kennslunni þarf að skila ákveðnum verkefnum og er lágmarks einkunn þar eins og í bóklegu 75% árangur. Þegar verklega og bóklega hlutanum er lokið tekur við starfsþjálfun hjá viðurkenndum Part 145 viðhaldsaðila, þar þarf flugvirkjanemi að skila starfsþjálfun uppá 24 mánuði (Athugið að þetta er ekki innifalið og nemendur verða að sækja um sjálfir að komast í þjálfun). Að þjálfun lokinni er sótt um að taka sveinspróf með áritun til viðhalds flugvéla.

   • 1.4 Stundaskrá

    Stundaskrá er gefin út fyrir hverja önn með fyrirvara um mögulegar breytingar.

   • 1.5 Kennslubækur

    Nemendur fá úthlutað öllum bókum á rafrænu formi, nemendum eru jafnframt lánaðir iPad til notkunar meðan á námstíma stendur.

   • 1.6 Bóklegar annir

    Námið skiptist niður á 5 annir þar sem nemendur taka stöðupróf úr hverju fagi. Um leið og nemendur hafa lokið stöðuprófi þá geta þeir sótt um að taka próf hjá AST, en þau eru haldin með reglulegu millibili í húsakynnum Keilis. Lágmarks einkunn í stöðuprófum er 70% en í AST prófum 75%. 

    Mætingaskylda er 100% og þarf að tilkynna öll forföll og seinkanir á netfangið: flugvirkjun@keilir.net

  • 2 Bókleg próf

   • 2.1 Almennt um próf

    Próf í bóklegu flugvirkjanámi eru byggð upp sem krossapróf eða ritgerðarspurningar, þar sem nemendur þurfa að geta svarað spurningu með ritgerð á tilgreindum tíma. Nemendum í flugvirkjun ber að hlýta prófareglum AST, sem lesnar eru upp í upphafi hvers prófs.

   • 2.2 Stöðupróf

    Í flestum fögum eru stöðupróf sem nemandi þarf að standast með að lágmarki 70% í einkunn.

    Nemandi hefur 2 tilraunir í stöðuprófi til að ná lágmarkseinkunn. Nái nemandi ekki lágmarkseinkunn eftir 2 tilraunir þarf að sitja fund með kennara ásamt deildarstjóra þar sem áætlun um viðbótarkennslu er sett upp, og komi til kostnaðar ber nemandi sjálfur beinan kostnað af þeirri kennslu. 

   • 2.3 Próftökuréttur

    Til þess að öðlast  próftökurétt í lokaprófi þarf nemandi að hafa staðist a.m.k. 95% mætingu í því fagi. Ef mætingu er ábótarvant ber nemanda skylda til að sitja fund með yfirkennara þar sem áætlun um viðbótarkennslu er sett upp, komi til kostnaðar ber nemandi sjálfur beinan kostnað af þeirri kennslu. 

   • 2.4 Lokapróf

    Lokapróf eru haldin í aðstöðu Keilis. Ekki er leyfilegt að styðjast við hjálpargögn í lokaprófum. Skráning í lokapróf þarf að berast innan tiltekins tímasem er auglýstur á vefsíðu Keilis sem og kemur fram á námsáætlun. Lágmarkseinkunn er 75%

    Ein próftaka fylgir skólagjöldum. Kjósi nemandi að taka ekki lokapróf á uppsettum tíma skv. stundaskrá skal nemandi greiða sama gjald og sett er upp fyrir upptökupróf. Það hefur ekki áhrif á mögulegan próftökufjölda nemanda. 

    Lokapróf  í hverju fagi eru  krossa- eða ritgerðarspurningar, og fara þau fram samkvæmt stundatöflu. Lágmarkseinkunn í lokaprófi er 75%. Nái nemandi ekki tiltekinni lágmarkseinkunn hefur hann möguleika á að taka upptökupróf. Upptökupróf má ekki taka innan 30 daga og ef nemandi hefur þreytt próf þrisvar sinnum þá þurfa að líða 12 mánuðir fram að næstu próftöku og eiga nemendur þá að sýna fram á að þeir hafi fengið viðeigandi viðbótarkennslu í því fagi.

   • 2.5 Upptökupróf

    Upptökupróf eru auglýst á heimasíðu Keilis og þurfa nemendur að greiða fyrir þau skv verðskrá. 

    Skráning í upptökupróf AST þarf að berast með fyrirvara, miðast er við sömu skráningu og í lokapróf þar sem fyrirvarinn er 3 vikur. Greiðsla skráningargjalds þarf að berast innan viku eftir skráningu og er ekki afturkræf.

   • 2.6 Upplýsingar um próf

    Lokapróf AST eru haldin fljótlega eftir að kennslu í faginu er lokið. Það þarf að skrá sig í upptökupróf, og þau eru tekin þegar AST próf eru haldin.

   • 2.7 Skráning í lokapróf

    Allir nemendur verða að skrá sig í lokapróf/upptökupróf fyrir lok skráningarfrests.

   • 2.8 Bókleg AST próf

    Nemendur þurfa að taka bókleg próf í öllum fögum hjá AST á meðan á námi stendur. Nemendur skrá sig hjá Keili í próf eftir fögum. Próf AST eru með reglubundnu millibili og eru haldin í húsnæði Keilis.

  • 3 Áfangar

   Fag Enskt heiti  
        
   Module 1 Mathematics  
   Module 2 Physics  
   Module 3 Electrical Fundamentals  
   Module 4 Electronic Fundamentals  
   Module 5 Digital Techniques & EIS  
   Module 6 Materials & Hardware  
   Module 7 Maintenance Practices   
   Module 8 Basic Aerodynamics  
   Module 9 Human Factors   
   Module 10 Aviation Legislation   
   Module 11 Aeroplane Structures   
   Module 15 Gas Turbine Engine  
   Module 17 Propellers  
  • 4 Verklegt flugvirkjanám

   Hverjum hluta af verklegu flugvirkjanámi lýkur með mati kennara.

   Nemendur þurfa að sýna fram á fyrirfram ákveðna hæfni, vinnubrögð, ákveðna öryggisþætti sem og verkefni. Til að standast verklega færni þarf jafnframt að standast 75% skor. 

 • Verklegt flugnám

  • 1 Bókanir

   Flugkennari eða þjálfunarstjóri sjá um bókanir nemenda í kennslu. Bókanir má nálgast hér. Ef óánægja ríkir yfir bókunartíðni eða framgang námsins skal hafa samband við Yfirflugkennara eða Þjálfunarstjóra.

   Bóka má flugvél í síma: 578 4040 samdægurs og/eða tölvupósti á flightdesk@keilir.net með a.m.k. sólarhrings fyrirvara.

  • 2 Bókunarreglur

   Bóka má 7 daga fram í tímann. Flugkennarar mega bóka 8 daga fram í tímann.

   Próf, áfangapróf og önnur flug sem Yfirflugkennari eða Þjálfunarstjóri sjá ástæðu til að þurfi má bóka lengra fram í tímann.

  • 3 Mætingareglur

   Nemandi skal vera mættur í öryggishlið Keflavíkurflugvallar (Silfurhlið) a.m.k. 30.mínútum fyrir bókaðan flugtíma eða í flugafgreiðslu Keilis.

   Sé viðkomandi ekki handhafi aðgangspassa að Keflavíkurflugvelli verður hann að hafa meðferðis löggilt skilríki s.s. vegabréf eða ökuskírteini til útgáfu bráðabirgða passa. Sjá nánar reglur um flugvernd á heimasíðu Keflavíkurflugvallar.

   Gerð er krafa um að nemendur fari á aðgangs, og flugverndarnámskeið sem uppfyllir skilyrði fyrir útgáfu vallarpassa, Þjálfunarstjóri sér um umsóknir og skráningu (flightdesk@keilir.net).

  • 4 Afbókanir

   Nemendur skulu hafa boðað forföll með a.m.k. 3 klst. fyrir bókaðan flugtíma. Einungis flugkennarar mega afbóka með skemmri fyrirvara og þá með haldbærri skíringu s.s. vegna veðurs eða ástand flugvélar.

   Afbókanir skulu fara fram símleiðis beint við flugkennara eða þjálfunarstjóra og öfugt. Aðrar boðleiðir eru ekki samþykktar.

   Sé flug afbókað af nemanda með skemmri fyrirvara rukkast „No-show“ gjald kr.12.000.

  • 5 Klæðnaður

   Gerð er sú krafa að nemandi mæti snyrtilegur í flugtíma. Vinnuföt, vinnuskór eða óhrein föt eru ekki heimil í flugkennslu. Gerð er rík krafa um fag- og snyrtimennsku.

  • 6 Samþykktir flugvellir Keilis

   Airport

   Name

   DA20

   DA40

   DA42

   Comment

   BIKF

   Keflavík

   Yes

   Yes

   Yes

   BASE AIRPORT

   BIRK

   Reykjavík

   Yes

   Yes

   Yes

    

   BIAR

   Akureyri

   Yes

   Yes

   Yes

    

   BIEG

   Egilsstaðir

   Yes

   Yes

   Yes

    

   BIIS

   Ísafjörður

   Yes

   Yes

   Yes

   40/42 No eng. run up

   BIBA

   Bakki

   Yes

   Yes

   Yes

   40/42 No eng. run up

   BIVM

   Vestmannaeyjar

   Yes

   Yes

   Yes

   40/42 No eng. run up

   BIBR

   Búðardalur

   Yes

   No

   No

    

   BIBD

   Bíldudalur

   Yes

   Yes

   Yes

   40/42 No eng. run up

   BIBL

   Blönduós

   Yes

   No

   No

    

   BIFL

   Flúðir

   Yes

   No

   No

    

   BIGJ

   Gjögur

   Yes

   No

   No

    

   BIGR

   Grímsey

   Yes

   Yes

   Yes

   40/42 No eng. run up

   BIHL

   Hella

   Yes

   Yes

   Yes

   Seasonal

   BIHZ

   Húsafell

   Yes

   No

   No

   No eng. Run up

   BIHU

   Húsavík

   Yes

   Yes

   Yes

   40/42 No eng. run up

   BIHN

   Höfn

   Yes

   Yes

   Yes

   40/42 No eng. run up

   BIKA

   Kaldármelar

   Yes

   Yes

   No

   Seasonal

   BIKL

   Kirkjubæjarklaustur

   Yes

   No

   No

   No eng. Run up

   BIKP

   Kópasker

   Yes

   No

   No

   No eng. Run up

   BIMM

   Melgerðismelar

   Yes

   Yes

   No

   Seasonal

   BIMK

   Múlakot

   Yes

   Yes

   Yes

   Seasonal

   BINF

   Norðfjörður

   Yes

   No

   No

   No eng. Run up

   BIRG

   Raufarhöfn

   Yes

   No

   No

   No eng. Run up

   BIRL

   Reykjahlíð

   Yes

   Yes

   No

   No eng. Run up

   BIRF

   Rif

   Yes

   No

   No

   No eng. Run up

   BISS

   Sandskeið

   Yes

   Yes

   No

   No eng. Run up

   BIKR

   Sauðárkrókur

   Yes

   No

   No

   No eng. Run up

   BISF

   Selfoss

   Yes

   No

   No

    

   BISI

   Siglufjörður

   Yes

   Yes

   No

   40 No eng. run up

   BISR

   Stórikroppur

   Yes

   No

   No

    

   BIST

   Stykkishólmur

   Yes

   No

   No

    

   BIMS

   Tungubakkar

   Yes

   Yes

   No

   40 No eng. run up

   BITN

   Þingeyri

   Yes

   Yes

   Yes

   40/42 No eng. run up

   BIVI

   Vík

   Yes

   No

   No

    

   BITM

   Þórsmörk

   Yes

   No

   No

   No eng. Run up

  • 7 Útskrift úr verklegu námi

   Nemendur þurfa að standast hæfnismat (Final Progress Check) áður en sótt er um verklegt próf hjá Flugmálastjórn Íslands. Að loknu jákvæðu hæfnismati má gera ráð fyrir allt að 2 dögum til að ljúka við umsókn og yfirferð á flugdagbók og viðbótargögnum sem skila þarf inn til Flugmálastjórnar Íslands (sjá gögn fyrir hvert námskeið fyrir sig á umsóknar eyðublöðum).

   Ath. að umsjónarflugkennari og nemandi þurfa að fara saman yfir öll gögn og fylgiskjöl áður en Yfirflugkennari fær þau til yfirferðar og samþykktar. Fyrr verður prófumsókn ekki send inn til yfirvalda til efnislegrar meðferðar. 

  • 8 Flugatvik eða tilkynningar

   Komi upp óhapp eða slys ber að tilkynna það eins fljótt og auðið er til stjórnenda Keilis, sjá lista yfir tengiliði. Best er að nemandi láti flugkennara sjá um tilkynningar. Betra er að láta vita af uppákomu sem vafi leikur á að teljist til atviks eða óhapps.

   Einnig bendum við á tilkynningarskyldu flugmanna á vef flugmálastjórnar þar er eyðublað fyrir flugatvik.

  • 9 Tengiliðir

   Tengiliðir Nafn Símanúmer Netfang
   Flightdesk / Bókanir Hjördís Bára Sigurðardóttir 578 4040 flightdesk@keilir.net
   Þjálfunarstjóri Sverrir Örn Leifsson 664 0169 sol@keilir.net
   Yfirflugkennari Hjalti Geir Guðmundsson 578 4041 - 896 0003 hjalti.g@keilir.net
   Skólastjóri / Flugrekstrarstjóri Tómas Beck 578 4041 tomas@keilir.net
   Yfirkennari bóklegra faga Friðrik Ólafsson 578 4062 fridrik@keilir.net
  • 10 Reglur um aðgengi á Keflavíkurflugvelli

   • Reglur um aðgang Keilis að Keflavíkurflugvelli er að finna hér [PDF]
   • Reglur um lendingar Keilis er að finna hér [PDF]