Vistakstur - Endurmenntun atvinnubílstjóra

Boðið verður upp á endurmenntunarnámskeiðið „Vistakstur" fyrir atvinnubílstjóra 21. apríl næstkomandi. Markmiðið með námskeiðinu er að bílstjórinn þekki hugmyndafræði vistaksturs og með hvaða hætti hann getur lágmarkað eldsneytiseyðslu og umhverfismengun og hámarkað öryggi sitt og annarra í umferðinni með réttu aksturslagi. Að því er stefnt að bílstjórinn: 

  • skilji mikilvægi mengunarvarna og umhverfisverndar
  • þekki virkni vélarinnar og þau efni sem valda hvað mestum skaða í umhverfinu
  • aki með vistvænum hætti þannig að hann geti lágmarkað eldsneytiseyðslu, t.d. með skynsamlegri notkun vélarafls og hemla
  • aki af öryggi og framsýni og geti greint vísbendingar um hættur í umferðinni.

Námskeiðin hjá Keili byggja á virkri þátttöku nemenda og á vönduðum upptökum á kennsluefninu. Námskeið er háð lágmarks þátttöku.

  • Tímasetning: Laugardaginn 21. apríl kl. 9:00 - 16:00 - Fullbókað
  • Verð: Námskeiðið kostar kr. 19.900
  • Staðsetning: Aðalbygging Keilis að Grænásbraut 910 í Reykjanesbæ
Samkvæmt nýrri reglugerð verða atvinnubílstjórar (ökuréttindi í flokkum C1, C, D1 og D) að sækja endurmenntun á fimm ára fresti. Keilir hefur fengið viðurkenningu Samgöngustofu til að bjóða upp á endurmenntun bílstjóra til farþegaflutninga og vöruflutninga í atvinnuskyni og býður upp á kjarnanámskeið frá og með haustinu 2016.
 
Nánari upplýsingar veitir Margrét Hanna verkefnastjóri hjá Keili. Upplýsingar í síma 578 4079.