Umsóknarfrestur í tæknifræðinám Háskóla Íslands og Keilis

Opið er fyrir umsóknir í tæknifræðinám Keilis og Háskóla Íslands á haustönn 2017 og er umsóknarfrestur til 5. júní næstkomandi.

Skráning fer fram á Uglu - vefsetri Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið má einnig nálgast á heimasíðu Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar Háskóla Íslands og á heimasíðu Keilis.