Umsókn um nám í tæknifræði á haustmisseri 2018

Umsóknarfrestur í tæknifræðinám Háskóla Íslands og Keilis á haustmisseri 2018 er til 5. júní næstkomandi. 

Til að hefja beint nám í tæknifræði hjá Keili skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi. Sambærilegt stúdentsprófi teljast:  

  • 4. stigs próf frá vélstjórnarbraut Tækniskólans (áður Vélskóli Íslands).
  • Lokapróf frá Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis.
  • Próf frá frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóli Íslands/Tækniskóli Íslands) eða önnur sambærileg próf.
Nánari upplýsingar veitir Rúnar Unnþórsson, forstöðumaður tæknifræðináms Keilis og Háskóla Íslands, eða skrifstofa Keilis í síma 578 4000 og á keilir@keilir.net.