Skólasetning í samtvinnuðu atvinnuflugmansnnámi

Skólasetning í samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi fer fram föstudaginn 17. ágúst 2018. Nýnemar eru beðnir að mæta kl. 9:15 í stofu A2 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. 
 

Samtvinnað atvinnuflugmannsnám er krefjandi og skemmtilegt og tekur um 20 mánuði í fullu námi sem er skipulagt frá upphafi til enda. Námsleiðinni fylgir góð heildaryfirsýn og utanumhald um framvindu námsins sem skilar sér í markvissara námi. Þar með er samtvinnaða atvinnuflugmannsnámið mjög skilvirk og hagkvæm námsleið sem kemur umsækjandanum fyrr og betur út á atvinnumarkaðinn.