Samtvinnað atvinnuflugmannsnám - IPPP

Samtvinnað atvinnuflugmannsnám - IPPP hefst 4. maí 2018. Umsóknarferstur er tveimur mánuðum fyrir upphaf námsins eða til og með 4. mars 2018.

Flugakademía Keilis býður nú fyrstur skóla á Íslandi upp á svokallað Samtvinnað Atvinnuflugmannsnám (IPPP - Integrated Professional Pilot Program). Nemendur á þessari námsleið geta hafið nám án nokkurs grunns í flugi eða sem handhafar einkaflugmannsskírteinis.

Samtvinnað atvinnuflugmannsnám er krefjandi og skemmtilegt og tekur um 18 mánuði í fullu námi sem er skipulagt frá upphafi til enda. Námsleiðinni fylgir góð heildaryfirsýn og utanumhald um framvindu námsins sem skilar sér í markvissara námi. Þar með er samtvinnaða atvinnuflugmannsnámið mjög skilvirk og hagkvæm námsleið sem kemur umsækjandanum fyrr og betur út á atvinnumarkaðinn.

Nánari upplýsingar og umsókn um nám