Ráðstefna um hlutverk kennara og skólastjórnenda í innleiðingu vendináms

Ráðstefna um hlutverk kennara og skólastjórnenda í innleiðingu vendináms og vinnubúðir um notkun vendináms í skólastarfi
Fimmtudaginn 8. júní kl. 13:00 - 16:00 í Keili á Ásbrú
 
Ráðstefnan er styrkt af Nordplus Junior Menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar og er liður í samstarfsverkefni skóla í Eistlandi, Finlandi, Danmörku og á Íslandi. Verkefnið, sem hófst í ágúst 2016 og lýkur í ágúst 2017, gengur út á að setja saman Norrænt samstarfsnet sérfræðinga og kennara sem nýta vendinám í kennslu.
 
Markmiðið er að setja saman gagnlegar upplýsingar um vendinám á sameiginlegri vefsíðu ásamt gagnagrunni og tenglum til sérfræðinga í samstarfslöndunum sem fást við vendinám. Þá standa samstarfsaðilar verkefnisins fyrir röð vinnustofa þar sem þátttakendur geta kynnst kennsluaðferðum vendináms á öllum stigum, hvort heldur um er að ræða kennara sem eru að stíga sín fyrstu skref eða skólastjórnendur sem hafa hug á að innleiða vendinám í sínum stofnunum.
 
Meðal framsögumanna á ráðstefnunni verða:
 
  • Björn Gunnlaugsson, verkefnastjóri innleiðingar spjaldtölva í Kópavogsbæ
  • Marika Toivola, kennari við Háskólann í Turku í Finnlandi og umsjónarmaður síðunnar: www.flippedlearning.fi
  • Peter Holmboe, kennari við Háskólann í Suður Danmörku og umsjónarmaður síðunnar: www.flippedlearning.dk 
  • Hanne-Lene Hvis Dreesen, kennari við Háskólann í Suður Danmörku
  • Ívar Valbergsson, kennari í vélstjórn hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Flippari ársins 2017
  • Hjördís Alda Hreiðarsdóttir, íslenskukennari í Háskólabrú Keilis
  • Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis
  • Kennarar miðla af reynslu sinni

Ráðstefnan verður haldin í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar og dagskrá verða birtar á heimasíðu Keilis síðar. Við hvetjum áhugasama að skrá þátttöku hér.

Nánari upplýsingar á ensku
 
Marika Toivola: Theoretical Justification for Flipped Learning - Formative Assessment for Flipped Learning
Marika is a Researcher and Mathematics Teacher at Turku University School in Finland. She is a leading researcher in flipped learning in Finland and has focused on flipped learning in mathematics. She also manages the webstie www.flippedlearning.fi   
 
Peter Holmboe is an adjunct professor at University College South Denmark. He’s the co-author of two books on flipped learning in Denmark and works on implementing the teaching methods that rely on the use information technology in education. He also manages the website www.flippedlearning.dk
 
Hanne-Lene Hvis Dreesen: The transformation of a learning design
Paricipants with weak educational qualifications cannot avoid the requirements of the lifelong learning framwork. On that basis, I have insvestigated how Flipped Learning can support students who are taking part of formal education within the qualifications framwork level 5 in continuing training. It turned out that videos, when replacing reading, motivated the participants and supported their sense of mastery and learning. Simultaneously, my pedagogies and dicdactical approaches changed radically bacause I moved the traditional presentations away from the classroom and used the gained time with more varied and student centred acitivites. We found that applying the Flipped Learning approach made an overall positive difference to the students' knowledge acquisition and learning outcome.