Opið hús í Menntaskólanum á Ásbrú

Það verður opið hús í nýjasta framhaldsskóla landsins, Menntaskólanum á Ásbrú – Tölvuleikjabraut, laugardaginn 5. apríl kl. 14 - 16.

  • Sjáðu vinnurýmið í sköpunarferlinu og fáðu okkar innsýn í af hverju þetta er rétta leiðin.
  • Hittu framúrskarandi kennara sem aðhyllast nútíma vinnubrögð við nám og kennslu.
  • Einstaklingsmiðuð ráðgjöf er lykilatriði – náms- og starfsráðgjafar segja þér hvernig þú sníðir námið að þínum þörfum.
  • Aðilar úr atvinnulífinu munu bera á borð framtíðarmöguleika með stúdentspróf í tölvuleikjagerð.
  • Leikir, spil og aðrar óvæntar uppákomur.

Taktu af skarið og komdu í heimsókn - einstakt námstækifæri og einstaklingsmiðuð þjónusta í þína þágu.

Nánari upplýsingar um Menntaskólann á Ásbrú og nýtt nám til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð á www.menntaskolinn.is