Umferðaröryggi - Endurmenntunarnámskeið atvinnubílstjóra

Boðið verður upp á námskeiðið „Umferðaröryggi - bíltækni". Markmiðið er að bílstjórinn þekki vegakerfið og helstu hættur sem eru til staðar eða geta skapast í tengslum við ytri aðstæður, s.s. við mismunandi veðurskilyrði. Einnig að hann þekki helstu tegundir og orsakir umferðar- og vinnuslysa og þekki aðferðir við slysavarnir.

Námskeiðin hjá Keili byggja á virkri þátttöku nemenda og á vönduðum upptökum á kennsluefninu.

  • Tímasetning: Laugardaginn 24. mars kl. 9:00 - 16:00 - Uppselt
  • Verð: Námskeiðið kostar kr. 19.900
  • Staðsetning: Aðalbygging Keilis að Grænásbraut 910 í Reykjanesbæ
Samkvæmt nýrri reglugerð verða atvinnubílstjórar (ökuréttindi í flokkum C1, C, D1 og D) að sækja endurmenntun á fimm ára fresti. Keilir hefur fengið viðurkenningu Samgöngustofu til að bjóða upp á endurmenntun bílstjóra til farþegaflutninga og vöruflutninga í atvinnuskyni og býður upp á kjarnanámskeið frá og með haustinu 2016.
 
Nánari upplýsingar veitir Margrét Hanna verkefnastjóri hjá Keili í síma 578 4079.