Endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra á Akureyri: Lög og reglur

Keilir býður upp á endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra í byggingu flugvallarþjónustu á Akureyraflugvelli (staðsett í slökkvistöð flugvallarþjónustu Isavia). Boðið verður upp á námskeiðið „Lög og reglur". Markmiðið er að bílstjórinn þekki helstu atriði í lögum og reglum um vöru- og farþegaflutninga og um stór ökutæki sem atvinnutæki og geri sér grein fyrir ábyrgð bílstjóra á ástandi og notkun ökutækis á hverjum tíma.

Námskeiðin hjá Keili byggja á virkri þátttöku nemenda og á vönduðum upptökum á kennsluefninu.

Námskeið fer fram í byggingu flugvallarþjónustu á Akureyraflugvelli, miðvikudaginn 22.mars 2017 kl 8:30-15:00.

Námskeiðið er háð lágmarks þátttöku og kostar kr. 19.900

Samkvæmt nýrri reglugerð verða atvinnubílstjórar (ökuréttindi í flokkum C1, C, D1 og D) að sækja endurmenntun á fimm ára fresti. Keilir hefur fengið viðurkenningu Samgöngustofu til að bjóða upp á endurmenntun bílstjóra til farþegaflutninga og vöruflutninga í atvinnuskyni og býður upp á kjarnanámskeið frá og með haustinu 2016.
 
Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Keili. 
Upplýsingar í síma 578 4079 og 578 4091.