Blindflugkennaraáritun (IRI - Instrument Rating Instructor)

Flugakademía Keilis stendur fyrir námskeiði í blindflugskennaraáritun dagana 1. og 2. nóvember næstkomandi. Námskeiðið verður haldið að kvöldi til og fer fram í aðstöðu skólans á Ásbrú í Reykjanesbæ. 

  • Fullt verð fyrir blindflugskennaraáritun bóklegt og verklegt nám: € 2.015 / 252.681 kr.
  • Verð fyrir handhafa flugkennararéttinda er breytilegt eftir reynslu umsækjanda frá: € 1.082 / 135.683 kr.

Innifalið er aðgangur að námskerfinu Moodle og kennslugögn, notkun á hermi fyrir próf. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Kolbeinn Ísak Hilmarsson á tölvupósti eða í síma 848 7930.