Áfangaskipt atvinnuflugnám - ATPL Theory

Áfangaskipt atvinnuflugnám - ATPL Theory hefst 25. ágúst 2018. Umsóknarferstur er tveimur mánuðum fyrir upphaf námsins eða til og með 25. júní 2018.

Flugakademía Keilis býður uppá nám og kennslu í öllum nauðsynlegum áföngum atvinnuflugnáms og getur nemandi tekið fullt áfangaskipt atvinnuflugnám (allir áfangar) eða valið staka áfanga eftir þörfum og fyrri reynslu.

Fullt nám (frá bóklegu atvinnuflugnámi) tekur um 18-24 mánuði til að ljúka öllum áföngum ásamt tímasöfnun og öðlast öll tilskilinn réttindi til að sækja um hjá flugfélögum og flugrekendum sem atvinnuflugmaður.

Nánari upplýsingar og umsókn um nám