Við leitum að framleiðanda

Keilir hefur verið leiðandi aðili í virkri notkun nýrra kennsluhátta og þróun á vendinámi (flipped classroom) á Íslandi. En við viljum verða ennþá betri. Þess vegna leitum við að skapandi, frjóum, skemmtilegum, fjölhæfum, myndrænum og framsýnum framleiðanda. Helstu viðfangsefni verða að aðstoða kennara og fyrirtæki við gerð gagnvirks námsefnis og þróun leiða til að gera námsefnið okkar aðlaðandi og áhugavert, með áherslu á margmiðlun, myndbandsupptökur og grafíska framsetningu.  

Skoðaðu hvað við erum að gera á www.vendinam.is.  Við biðjum umsækjendur um að koma með tillögu að breyttri útfærslu á þessu myndbandi og senda með umsókn sinni. Umsóknarfrestur til 23. mars 2015.

Við hvetjum jafnt konur sem karla um að sækja um störf hjá Keili.

Nánari upplýsingar veitir Björk Guðnadóttir, kennslustjóri Keilis í síma 578 4000 og á bjork@keilir.net.