Verkefnastjóri Fótaaðgerðaskólans

Keilir hefur fest kaup á Fótaaðgerðaskólanum og hyggst bjóða upp á fótaaðgerðanám í skólanum á Ásbrú frá og með haustinu 2016. Við leitum því að verkefnisstjóra fyrir námið sem og áhugasömum kennurum.
 
Hæfniskröfur verkefnastjóra: Menntaður fótaðgerðafræðingur og/eða hjúkrunarfræðingur; Þekking á skólakerfinu; Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
 
Þeir sem vilja slást í skemmtilegan hóp vinsamlegast hafið samband við Haddý Önnu Hafsteinsdóttur, verkefnastjóra Íþróttaakademíu Keilis á haddy@keilir.net eða í síma 578 4000 fyrir 30. mars næstkomandi. Reglulegar strætóferðir eru af höfuðborgarsvæðinu á Ásbrú.