Útskrift Keilis í júní 2016

Föstudaginn 10. júní útskrifast nemendur úr eftirfarandi deildum Keilis: Atvinnuflugmannsnámi, Háskólabrú og Íþróttaakademíu (einkaþjálfun, styrktarþjálfun og leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku). Útskriftin fer fram kl. 15:00 í Andrews Theater á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Útskriftarnemendur eru beðnir um að mæta kl. 14:00 stundvíslega, vegna myndatöku og æfingar. Áætlað er að athöfnin taki um klukkustund.

Vinsamlegast skráið ykkur í útskrift á netfangið utskrift@keilir.net og tilgreinið gestafjölda. Hámarksfjöldi gesta er 3-4 með hverjum útskriftarnema.