Útskrift Keilis á Akureyri

Útskriftarhópur Keilis á Akureyri
Útskriftarhópur Keilis á Akureyri

Fimmtudaignn 4. janúar fór fram útskrift í SÍMEY úr staðlotum Keilis á Akureyri. Útskrifaðir voru fimm ÍAK einkaþjálfarar og 15 nemendur úr Háskólabrú Keilis.

Dúx ÍAK var Árni Stefánsson með einkunnina 9,08 (Árni er fæddur 1953 og er elsti dúx Keilis frá upphafi) og dúx í Háskólabrú Keilis á Akureyri var Magnea Rún Magnúsdóttir með 8,75 í einkunn.

Á undanförnum fimm árum hefur verið upp á Háskólabrú í samstarfi við SÍMEY á Akureyri. Náminu hefur verið afar vel tekið af Norðlendingum og hafa nú hátt í 90 einstaklingar lokið Háskólabrú í staðnámi á Akureyri.
  
Háskólabrú hefur undanfarin ár markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennsluaðferðir á Háskólabrú eru fjölbreyttar og hefur skólinn tileinkað sér speglaða kennslu þar sem áhersla er á virkni nemenda í kennslutímum. Námið hefur gefið fjölda fólks nýtt tækifæri til náms og hafa flestir útskrifaðir nemendur hafið háskólanám að náminu loknu. 
 
Í allt hafa hátt í 1300 manns útskrifast úr Háskólabrú Keilis síðan skólinn hóf starfsemi og hafa langflestir haldið áfram í háskólanám. Boðið er uppá Háskólabrú í staðnámi á Akureyri og á Ásbrú í Reykjanesbæ.