Útskrift nemenda í janúar

Föstudaginn 16. janúar næstkomandi verða útskrifaðir nemendur úr atvinnuflugmannsnámi, flugumferðarstjórn, ÍAK einkaþjálfaranámi og af Háskólabrú Keilis. Við athöfnina munu samtals 90 einstaklingar útskrifast frá Keili, 72 af Háskólabrú, tíu úr atvinnuflugmannsnámi, fimm úr grunnnámi í flugumferðarstjórn og þrír ÍAK einkaþjálfarar.

Eftir útskriftina hafa alls 1.982 nemendur útskrifast frá Keili síðan árið 2008, þar af 1.201 af Háskólabrú, 71 úr flugumferðarstjórn og 59 úr atvinnuflugmannsnámi Flugakademíu Keilis.

Athöfnin hefst kl. 16:15 og fer fram í Andrews leikhúsinu á Ásbrú. Útskriftarnemendur eru beðnir um að mæta kl. 15:15 vegna myndatöku og æfingar.