Umsókn um leiðsögunám í ævintýraferðamennsku

Umsóknarfrestur um leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á vegum Keilis og Thompson Rivers University í Kanada, er til 13. júní næstkomandi.

Mest spennandi skólastofa á Íslandi

Námið hefst næst í lok ágúst 2016. Um er að ræða 60 eininga, átta mánaða nám á háskólastigi, sem hentar vel þeim sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður. Útskrifaðir nemendur hafa möguleika á að vinna á óhefðbundnum og fjölbreyttum starfsvettvangi með góðum starfsmöguleikum víða um heim í ört vaxandi grein ævintýraferðamennsku. 

Nánari upplýsingar á www.adventurestudies.is