Þér er boðið í afmælisveislu Keilis

Fagnaðu með okkur tíu ára afmæli Keilis þann 4. maí 2017, kl. 15 - 16:30, í Andrews Theater á Ásbrú, Reykjanesbæ. 

Meðal gesta verður Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flytur ávarp og Keilir mun veita fyrstu vendinámsverðlaunin fyrir þann kennara sem hefur skarað fram úr í innleiðingu nýrra kennsluhátta. Valdimar Guðmundsson og Jónína Aradóttir sjá um tónlistaratriði auk þess sem Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilar.

Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs hóf starfsemi á Ásbrú í Reykjanesbæ 4. maí 2007. Á þessum tíma hafa samtals 2.799 einstaklingar útskrifast úr deildum skólans. Í tilefni af afmælisárinu hefur skólinn safnað sögum og viðtölum við hluta þeirra nemenda og birt á heimasíðunni www.keilir.net/10ara

Afmælisdagskrá (15:00 - 16:30)

 • Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilar fyrir gesti
 • Ávarp: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands
 • Myndband: Keilir 2007 - 2017
 • Tónlist: Jónína Aradóttir
 • Ávarp: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
 • Hvatningarverðlaun Keilis: Vendinámskennari ársins
 • Ávarp fyrrverandi nemanda: Margrét Kristín Pálsdóttir, lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu
 • Ávarp: Árni Sigfússon, stjórnarformaður Keilis
 • Tónlist: Valdimar Guðmundsson
 • Málþing um menntun næstu tíu árin. Gestir verða: Þór Sigfússon (stjórnarformaður Sjávarklasans), Jón Atli Benediktsson (rektor Háskóla Íslands), Ívar Valbergsson (framhaldsskólakennari í Fjölbrautaskóla Suðurnesja), Stefanía Halldórsdóttir (forstjóri CCP), Fida Abu Libdeh (framkvæmdastjóri geoSilica Iceland), Kristbjörg Halla Magnúsdóttir (fyrrverandi nemandi Keilis) og Kristján Ómar Björnsson (heilsustjóri hjá NÚ grunnskólanum).
 • Tónlist: Valdimar Guðmundsson

Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis stýrir athöfninni. Að lokinni dagskrá verður opið hús og léttar veitingar í aðalbyggingu Keilis til kl. 18:00. 

Smelltu hér til að skrá þig