Starf fjármálastjóra Keilis

Keilir óskar að ráða í krefjandi starf fjármálastjóra hjá lifandi, skemmtilegu og ört stækkandi fyrirtæki. Hjá Keili eru fimm ólík menntasvið, auk nokkurra dótturfélaga, sem samtals veltu um einum milljarði króna á árinu 2015.

Við leitum að réttri mannskju með viðeigandi reynslu. Háskólamenntun áskilin.

Áhugasamir eru beðnir um að senda inn umsókn og fylgigögn fyrir 15. mars næstkomandi á netfangið starfsumsokn@keilir.net. Keilir starfar eftir jafnréttis- og fjölskyldustefnu. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.