Samstarf Keilis og Háaleitisskóla

Nemendur úr Háaleitisskóla í fyrsta tímanum í Hakkit smiðjunni
Nemendur úr Háaleitisskóla í fyrsta tímanum í Hakkit smiðjunni

Keilir hefur tekið að sér að annast valgreinar fyrir nemendur í Háaleitisskóla á Ásbrú í Reykjanesbæ. Fyrir áramót verða krakkarnir í Hakkit smiðjunni í Eldey þar sem þau kynnast undraheim nýsköpunar og tækni, en eftir áramót kynna þau sér fluggreinar svo sem flugvirkjun og flugnám.

Háaleitisskóli á Ásbrú var rekinn sem útibú frá Njarðvíkurskóla frá skólaárinu 2008 - 2009 til skólaársins 2012 - 2013, frá þeim tíma hefur skólinn verið sjálfstætt rekinn.