Samgöngur til og frá Ásbrú

Nemendur Keilis sem nýta sér nemendakort Strætó, þurfa framvegis einungis að greiða fyrir eitt gjaldsvæði til að komast til og frá Ásbrú.

Þann 1. janúar 2015 hóf Strætó áætlunarferðir milli Höfuðborgarsvæðisins og Reykjanesbæjar. Nánari upplýsingar á heimasíðu Strætó. Keilir hefur náð samningum við Strætó um samgöngukort sem gildir til og frá höfuðborgarinnar fyrir nemendur skólans. 

Keilir greiðir þann kostnað sem fer umfram kostnað innanbæjar nemendakorts í Strætó á höfuðborgarsvæðinu (gjaldsvæði 1). Vinsamlegast hafið samband við afgreiðslu Keilis varðandi umsókn um nemendakortið á keilir@keilir.net.

Nánari upplýsingar um kortin má nálgast á heimasíðu Strætó og leiðabækur fyrir áætlunarferðir Stætó á Suðurnesjunum hér. Frítt er í strætisvagna í Reykjanesbæ sem gengur samkvæmt áætlun um öll hverfi bæjarins.