Nýtt starf á Upplýsingatorgi Keilis

Keilir óskar eftir starfsmanni í fullt starf á nýtt Upplýsingatorg skólans þar sem nemendur og starfsfólk getur leitað aðstoðar vegna upplýsingatækni og gagnaöflunar.

Helstu verkefni:

  • Aðstoð við Microsoft Office, Office 365, kennslukerfið Moodle og fleira
  • Aðstoða kennara við upptökur
  • Tækniaðstoð í stofum
  • Leiðbeina við gagnaöflun

Við leitum að áhugasömum og þjónustulunduðum aðila (sakar ekki að vera skemmtilegur) með menntun sem nýtist í starfi. Keilir starfar eftir jafnréttis- og fjölskyldustefnu. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Umsóknir sendist á netfangið starfsumsokn@keilir.net fyrir 1. apríl 2016.