Norrænt samstarfsnet kennara í vendinámi

Keilir tekur þátt í verkefni á vegum Nordplus Junior - menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar sem nefnist NEXT - From Best to Next Practices in Flipped Learning. Verkefnið, sem hófst í ágúst 2016 og lýkur í ágúst 2017, gengur út á að setja saman Norrænt samstarfsnet sérfræðinga og kennara sem nýta vendinám í kennslu.
 
Keilir leiðir verkefnið og koma samstarfsaðilar frá Danmörku, Finnlandi og Eistlandi. Markmiðið er að setja saman gagnlegar upplýsingar um vendinám á sameiginlegri vefsíðu ásamt gagnagrunni og tenglum til sérfræðinga í samstarfslöndunum sem fást við vendinám. Þá standa samstarfsaðilar verkefnisins fyrir röð vinnustofa þar sem þátttakendur geta kynnst kennsluaðferðum vendináms á öllum stigum, hvort heldur um er að ræða kennara sem eru að stíga sín fyrstu skref eða skólastjórnendur sem hafa hug á að innleiða vendinám í sínum stofnunum. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu verkefnisins. Samstarfsaðilar NEXT verkefnisins eru:
 
  • Keilir (www.flippedlearning.is - í vinnslu)
  • Háskólinn í Tallinn, Eistlandi (www.flippedlearning.ee - í vinnslu)
  • Háskólinn í Turku, Finnlandi (www.flippedlearning.fi)
  • UCsyd Háskólinn í Danmörku (www.flippedlearning.dk)