Námskynningar Keilis á næstunni

Fulltrúar Keilis verða á faraldsfæti þessa vikuna með námskynningar á Norður- og Austurlandi. Við verðum á þessum stöðum:

  • 23. mars kl. 13:30 í Menntaskólanum á Tröllaskaga 
  • 23. mars kl. 16:15 í Menntaskólanum á Akureyri
  • 24. mars kl. 10:00 í Verkmenntaskólanum á Akureyri
  • 24. mars kl. 16:20 í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Króknum
  • 25. mars um morguninn í Framhaldsskólanum á Húsavík
  • 25. mars kl. 13:15 í Framhaldsskólanum á Laugum
  • 26. mars fyrripart dags í Verkmenntaskóla Austurlands
  • 26. mars seinnipart dags í Menntaskólanum á Egilsstöðum

Komið og kynnið ykkur fjölbreytt nám í Keili, meðal annars háskólanám í tæknifræði og ævintýraferðamennsku, ásamt námi í flugtengdum greinum og einka- og styrktarþjálfun.