Mummi útskrifaðist sem leiðsögumaður

Guðmundur Fannar Markússon (Mummi) rekur ferðaþjónustufyrirtækið Kind Adventure á Kirkjubæjarklaustri. Áhersla þeirra er fjallahjólamennska en árið 2016 skiptu þau alfarið yfir í svokölluð Fatbike. Með nýjum hjólum hafa opnast ný tækifæri í vetrarhjólamennsku. 

Mummi útskrifaðist úr Leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku árið 2014.

Keilir hóf starfsemi 4. maí 2007 og fagnar því tíu ára afmæli á þessu ári, en samtals hafa um 3.000 nemendur útskrifast úr deildum skólans á þessum tíma. Í tilefni af afmælisárinu hefur skólinn safnað sögum og viðtölum við hluta þeirra nemenda sem hafa stundað nám í Keili og birt á heimasíðunni www.keilir.net/10ara