Kynntu þér flugtengt nám á Framhaldsskólakynningunni

Flugakademía Keilis verður með glæsilegan kynningarbás á Framhaldsskólakynningunni í Laugardalshöll 16. - 18. mars 2017 þar sem hægt verður að fræðast um flugvirkjanám, einka- og atvinnuflugmannsnám.

Flugakademía Keilis býður upp á fjölbreytt flugtengt nám í framsæknum skóla sem undirbýr nemendur fyrir störf í alþjóðlegu umhverfi. Lögð er áhersla á nútímalega kennsluhætti og eru kennsluvélar skólans þær tæknivæddustu á landinu. Flugakademía Keilis er eini flugskólinn á Íslandi sem býður upp á samtvinnað flugnám til atvinnuflugmanns´rettinda, en þar byrjar nemandinn á fyrsta degi í þjálfun til atvinnuflugmannsskírteinis í stað þess að ljúka fyrst einkaflugmannsréttindum.

Þá býður skólinn upp á hagnýtt og spennandi flugvirkjanám með alþjóðlega nálgun. Um er að ræða fimm anna nám sem fyrir þá sem vilja öðlast alþjóðleg starfsréttindi og starfa í fjölbreyttu starsfumhverfi að viðhaldi flugvéla af öllum stærðum og gerðum. Innifalið í skólagjöldum er fjögurra vikna verkleg þjálfun í samstarfsskóla Keilis í Skotlandi.